Gunnar I. Birgisson hefur látið mikið að sér kveða í stjórnmálum en starfar nú sem bæjarstjóri í Fjallabyggð.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Þegar hálskirtlarnir voru teknir. Þá var ég tveggja til þriggja ára.
BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Hvítvín.
HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Hann var sérkennilegur, en góður – þá færðist maður upp um deild.
HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Það er annarra að finna út úr því.
HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Lexus-jepplingur – hybrid
Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Nærfötum einum saman.
HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að giftast konunni minni.
HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þau eru látin, en kvörtuðu oft yfir óþekkt og ofvirkni í æsku.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Mesti töffari allra tíma er Mick Jagger.
HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég man það ekki, en stundum tárast ég við að horfa á bíómynd.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ, HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Sjálfstætt fólk.
ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Gunni.
HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Að gata á prófi.
KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
Ég fer á fætur kl.06:30.
BÍÓ EÐA NIÐURHAL?
Bíó.
ICELANDAIR EÐA WOW?
Icelandair.
LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Ég bæði leigi og á mitt húsnæði.
KÓK EÐA PEPSI?
 Pepsi.
HVAÐ PANTAR ÞÚ Á PIZZUNA?
Ost, pepparoni og hakk.
ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?
Ég vil frið á þessu svæði. Það verður að gefa Palestínu meiri séns en nú er raunin.
LOPI EÐA FLÍS?
Lopi.
ÓLAFUR EÐA DORRIT?
Ólafur.
DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Dagblað.

Related Posts