Michael Phelps (30):

Sunkappinn Michael Phelps segist vera hamingjusamur í fyrsta skipti í langan tíma.

Phelps er besti sundmaður allra tíma og hefur meðal annars unnið 22 sinnum til verðlauna á Ólympíuleikunum.

Phelps á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni Nicole Johnson og hann segist vera hamingjusamur með lífið og tilveruna.

„Ég hlakka mikið til að sjá son minn í fyrsta skipti. Það sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt er að hann mun koma í heiminn fyrir Ólympíuleikana í Rio De Janiero þannig að hann mun geta horft á mig synda í síðasta sinn,“ sagði Phelps við Us.

Phelps hefur átt við áfengisvandamál að stríða en segir það úr sögunni.

„Ég er edrú og hamingjusamur í fyrsta skipti í langan tíma. Það var augljóslega mikið af hlutum sem ég þurfti að laga og nú er ég búinn að því. Þetta er barátta sem ég vann.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts