50 Gráir skuggar næst söluhæsta mynd í sögu Universal:

Allt stefnir í metaðsókn á myndina 50 Gráir skuggar (50 Shades Of Grey) um þessa helgi þrátt fyrir að margir kvikmyndagagnrýendur finni henni flest til foráttu. Myndin hefur þegar slegið frumsýningarmet fyrir aðsókn á mynd yfir Valentínusarhelgina og stefni í að verða næst söluhæsta myndin í sögu Universal hvað varðar miðasölu á frumsýningarhelgi á heimsvísu.

Í frétt á vefsíðunni Variety segir að áætlaðar tekjur af miðasölu á 50 Gráir skuggar í Bandaríkjunum yfir helgina séu 76 milljónir dollara eða um 10 milljarðar kr. og hafa þá ekki verið meiri í sögunni hvað þessa helgi varðar. Fyrra met átti myndin Valentine´s Day með tekjur upp á 63 milljónir dollara árið 2010.

Myndin hefur einnig verið gífurlega vinsæl utan Bandaríkjanna frá því hún var frumsýnd fyrir helgina. Hún hefur verið í fyrsta sæti hvað aðsókn varðar í 56 af þeim 57 löndum þar sem hún er sýnd. Tekjurnar um helgina á heimsvísu stefna í rúmlega 158 milljónir dollara eða um 21 milljarða kr. Í sögu Universal, sem framleiðir myndina, hefur aðeins ein mynd náð meiri sölu yfir helgi en það er Fast & Furious 6 sem náði 160 milljónum dollara.

Related Posts