Amber Heard (28) og Johnny Depp (51) breyta gangstéttum í tískupalla:

Súperparið Amber Heard og Johnny Depp vekja athygli hvar sem þau koma enda bæði ofursvöl með meiru. Parið kynntist við gerð myndarinnar The Rum Diary og hafa verið óaðskiljanleg síðan þá.

Parið trúlofaði sig á dögunum og í tilefni þess tók tískutímaritið Vogue saman þeirra fimm flottustu lúkk. Eins og svo oft áður er leyndardómur yfir því hvaðan föt Depp koma en Vogue er með á hreinu hvaðan óaðfinnanlegur klæðnaður Heard kemur.

 

Amber-Heard-Birthday-1_173612119838

SJÓÐANDI: Parið saman á forsýningu The Rum Diary, nóvember 2011. Heard klæddist Alessandra Ric kjól og skóm frá Christian Louboutin.

Amber-Heard-Birthday-2_173613192742

BLÓMLEG: Sæt saman á frumsýningu í París, nóvember 2011. Amber klæddist Reem Acra kjól og Christian Louboutin skóm.

Amber-Heard-Birthday-3_173614603432

Turtildúfur: Glæsileg á The 3 Days to Kill í La, febrúar 2014. Amber er í trylltum kjól frá Alexandre Vauthier.

Amber-Heard-Birthday-4_173614773685

GLÆSILEG: Allra augu voru á þeim á kvikmyndaverðlaunum í Texas mars 2014. Amber flott í Ulyana Sergeenko Couture.

Amber-Heard-Birthday-5_173616330538

OFURSVÖL: Þau breyta skítugum gangstéttum í New York í tískupall. Takið eftir Alexander McQueen töskunni hjá Amber.

Related Posts