Nýlegar rannsóknir benda til þess að um 25% kvenna og yfir 40% karla hafi haldið fram hjá og að hjúskaparbrot séu framin í ríflega helmingi allra hjónabanda sem stofnað er til.

 

Hér eru nokkur merki um framhjáhald:

• Snyrting og hreinlæti. Ef makinn gefur útlitinu meiri gaum og er hreinlátari en hann á að sér þá gæti það verið hættumerki. Ef hann kaupir sér bílfarma af nýjum nærfötum og fer í sturtu fyrir háttinn er kominn tími til að hafa áhyggjur.

• Leynileg fjarskipti. Hann lokar gluggum á tölvunni þegar þú kemur inn í herbergið og tekur farsímann með sér á klósettið. Einn daginn tekur þú eftir því að símreikningurinn hans er ekki lengur sundurliðaður.

• Hugur makans er annars staðar. Honum virðist leiðast heima en hann langar heldur ekki til að fara með þér út.

• Líkamleg snerting minnkar. Þegar þú reynir að halda í hendina á honum reynir hann að komast hjá því. Hann er hættur að fitla við hárið á þér þegar þið horfið á sjónvarpið.

• Kynlífið breytist. Hann er of þreyttur eða stressaður til að stunda kynlíf og þegar þið gerið það er það til málamynda. Það er líka grunsamlegt ef hann bryddar allt í einu upp á ævintýralegum nýjungum eftir fimmtán ára hjónaband. Hvar lærði hann þetta?

• Makinn er sífellt í vörn. Ef þú minnist á að hann hafi unnið mikið fram eftir upp á síðkastið heldur hann langa ræðu um að einhver þurfi að sjá fyrir heimilinu. Ef þú spyrð hann hvert hann hafi farið í gærkvöldi verður hann pirraður á því hvað þú ert afskiptasöm og vænisjúk.

• Viðstöðulaus gagnrýni. Hann sér ótal galla á þér og öllu sem þú gerir. Hann lítur sameiginlegt líf ykkar neikvæðari augum en áður en er að sama marki sinnulausari gagnvart því.

• Hann sækir í félagsskap ógiftra eða fráskilinna vina í auknum mæli. Ef maki þinn er farinn að eiga meira sameiginlegt með „makalausu“ vinunum en áður gæti það verið merki um að hann sé að fjarlægjast skuldbindingar sínar.

Related Posts