Alexandra Chernyshova (36) er rússnesk sópransöngkona:

Alexandra, sópransöngkona, tónskáld og kennari, er ættuð frá Rússlandi. Alexandra hefur búið á Íslandi í 13 ár og er gift Íslendingi. Hún bjó í Sovétríkjunum í tólf ár, Úkraníu í ellefu ár og flutti þaðan til Íslands. Í æsku ferðaðist hún mikið með foreldrum sínum sem voru dugleg að kynna menningu frá öðrum löndum fyrir henni. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir þá arfleifð en segir jafnframt að hún muni aldrei gleyma rótum sínum sem eru í Úkraníu og Rússlandi.

Fegurð Alexandra stóð fyrir einstaklega fallegum tónleikum í Kaldalóni í Hörpunni á dögunum. Heiti tónleikanna var Russian Souvenir og ætlunin var að tengja saman menningarheima Rússlands og Íslands. „Það er eitt sem ég finn sterkt fyrir í tónlist og menningu beggja landa, Rússlands og Íslands, en það er dýpt, þrá, sorg, ást, frelsi og fegurð náttúrunnar. Mig langaði með þessum tónleikum að byggja menningarbrú á milli Rússlands og Íslands gegnum tónaflóðið,“ segir Alexandra brosandi og ánægð með afraksturinn. „Fram komu listamenn frá Moskvu sem vinna með hinum virta Opera Center G. Vishnevskaja, þær Valeria Petrova píanóleikari og Lubov Molina mezzosópran, ásamt listamönnunum frá Íslandi, þeim Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Jónínu Ernu Arnarsdóttur píanóleikara og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem var kynnir á tónleikunum. Sungið var fyrir troðfullum sal og ég er í skýjunum með hversu vel tókst til.“ Alexandra og Lubov eru tengdar vináttuböndum og voru þessir tónleikar vináttuverkefni og uppskera vináttu þeirra.

Sópran

VINÁTTA: Vinkonurnar, Lubov Molina, Alexandra og Valeria Petrova í kaffipásu í Perlunni á milli æfinga fyrir tónleikana.

 

Gestirnir heillaðir upp úr skónum

,,Á tónleikunum voru mörg kunnugleg andlit af óperusviðinu, má þar nefna Jónas Ingimundarson einleikara , Þóru Einarsdóttur sóparnsöngkonu og söngdívuna Elsu Waage. Rússneski sendiherrann á Íslandi, Anton Vasiliev, var líka heillaður af vináttutónleikum okkar, Russian Souvenir. Það sem stendur helst upp úr eftir tónleikana eru þakkir og hrós frá tónleikagestum sem sögðust hafa verið að upplifa eitthvað alveg sérstakt í Kaldalóni. Ég er afar þakklát fyrir þetta og að geta glatt tónleikagesti.“

Sópran

GLÆSILEIKI: Gleðin var við völd eftir tónleikana og voru hjónin Jónas Ingimundarson og Ágústa Hauksdóttir alsæl með afraksturinn hjá þeim stöllum.

 

Rússneskir óperusöngvarar syngja á íslensku í Moskvu

,,Fyrstu tónleikar sem ég stóð fyrir voru með rússneskum tónskáldum eins og Rimskiy-Korsakov, Tchaykovskiy, Rachmaninoff, Glinka og Prokofiev og voru haldnir í Reykjavík. Næst liggur leiðin til Moskvu og þar ætla ég að kynna frumsömdu óperuna Skáldið og biskupsdótturina, libretto eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. En þar munu rússneskir óperusöngvarar syngja á íslensku í fyrsta skipti svo ég viti til.“  Sannarlega spennandi tímar fram undan hjá óperuunnendum segir Alexandra og hvetur áhugasama til að fylgjast með.

Sópran

FAGURGALINN: Í upphaf tónleikanna söng Alexandra eitt frægasta lag Rússa Næturgalann, eða Solovey, á rússnesku við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur með glæsibrag.  

Sópran

GLIMRANDI GLEÐI: Þessar brostu allan hringinn eftir tónleikana,Valeria Petrova, Lubov Molina, Jónína Erna Arnardóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Alexsandra Chernyshova og tóku sjálfu í tilefni dagsins.

Sópran

EINSTAKAR: Eftir tónleikana streymdu gestir að þeim Lubov og Alexöndru og vildu eiginhandaráritun hjá þeim stöllum.

Sópran

FÓR Á KOSTUM: Lubov Molina söngkona fór á kostum á tónleikunum og söng á íslensku.

Sópran

Séð og Heyrt fílar fallega tónlist.

 

 

 

 

 

 

Related Posts