Bryndís Schram

GLÆSILEG: Bryndís var glæsileg þegar hún var krýnd ungfrú Ísland árið 1957.

Bryndís Schram (77) ungfrú Ísland 1957:

Ekki vandalaust „Núna í dag skiptir þetta mig engu máli en rétt eftir keppnina sá ég mikið eftir því að hafa tekið þátt og talaði ekki um keppnina í 20-30 ár. Meðan á keppninni stóð leið mér eins og ég væri búgripur og væri til sýnis. Mér fannst þetta vera mistök, ég var ungur menntaskólanemi og stóð mig vel í námi en allt í einu var útlitið orðið mikilvægara en það.

Ég neitaði viðtölum í mörg ár eftir þetta. Systir mín var framarlega í kvennahreyfingunni og keppnin var andstæða alls þess sem hreyfingin stóð fyrir og þetta setti mig í erfiða stöðu.

Dóttir mín ákvað að fara í fyrirsætukeppnina Elite og ég vildi ekki banna henni það. Mér fannst hún eiga rétt á því að ráða sjálf enda fékk hún mörg tækifæri eftir þetta – hún fór út sem fyrirsæta en kom heim sem hagfræðingur.

Ef barnabarnið mitt myndi vilja taka átt í Ungfrú Ísland myndi ég ekki setja mig upp á móti því en að mínu mati á þessi keppni ekki að vera til í dag. Þetta er allt ein markaðssetning og á bak við þetta eru menn sem vilja græða á ungum stelpum. Þetta á sérstaklega við keppnirnar úti.

Ég hef verið dómari í svona keppni og ég man að ég valdi sigurvegara sem notaði engan farða. Ég ráðlegg stelpunum sem eru í keppninni þetta árið að vera þær sjálfar og sýna enga tilgerð hvorki í framkomu né í útliti.“

Ungfrú Ísland í nýju ljósi í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts