Melanie Brown (39) er rugluð í jafnréttisríminu:

Mel B, sem gerði garðinn frægan með Spice Girls og var á sínum tíma tengdadóttir Íslands á meðan hún var í tygjum við Fjölni Þorgeirsson, hefur stuðað fólk með ummælum sínum um að hún líti ekki á sig sem femínista.

Söngkonan lýsti þessu yfir í viðtali við London Times og kom mörgum í opna skjöldu þar sem Spice Girls keyrðu hart á „girl power“ þegar þær voru á hátindi frægðar sinnar. „Ég myndi ekki kalla mig femínista. Ég reyni að lifa eftir girl-power hugsjóninni sem snýst um að trúa á sjálfan þig, burtséð frá því hversu illa gengur,“ segir Mel B. „Og styðja við bakið á öðrumkonum. Það eflir mann að vera í þannig tengslum við aðrar konur.“

Í raun hljómar þessi boðskapur merkilega femínískur en eitthvað virðist þetta allt saman vefjast fyrir Melanie sem veit ekki alveg hvar hún stendur, eða fyrir hvað.

ÉG ER: Ekki femínsiti, og þó?

ÉG ER: Ekki femínsiti, og þó?

 

VINSÆL: Mel B var tengdadóttir Íslands.

VINSÆL: Mel B var tengdadóttir Íslands.

 

ÁFRAM STELPUR: Mel B með hinum Kryddpíunum.

ÁFRAM STELPUR: Mel B með hinum Kryddpíunum.

Related Posts