Orðrómur um að Snoop Dogg taki við:

Mel B mun ekki krydda hina vinsælu bresku sjónvarpsþætti X-Factor sem dómari í ár. Simon Cowell stjórnandi þáttanna hefur ákveðið að reka Mel B en stirt var á milli þeirra í þáttunum á síðasta ári þótt Mel B hafi almennt staðið sig vel í útsendingunum. Þetta er fullyrt á vefsíðu Daily Mirror.

Það er orðið mjög mikið vafamál að hún snúi aftur. Simon Cowell hefur gert upp hug sinn,” er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni. Hinsvegar mun Cheryl Cole verða áfram með í ár í X-Factor.

DOGG: Orðrómur er um að Snoop Dogg taki þátt í X-Factor sem dómari.

DOGG: Orðrómur er um að Snoop Dogg taki þátt í X-Factor sem dómari.

Fram kemur á vefsíðunni að orðrómur sé í gangi um að Snoop Dogg muni taka við af Mel B sem dómari. Rita Ora hefur einnig verið orðuð við þáttinn.

Talskona Mel B vildi ekkert tjá sig um málið að öðru leyti en að ákvörðun lægi ekki fyrir.

Related Posts