Ármann Reynisson (63) hyggur á landvinninga á Indlandi:

Fagurkerinn og vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson átti ánægjulegan og gagnlegan fund með Ashok Das, sendiherra Indlands á Íslandi, þar sem þeir ræddu meðal annars hugsanlega stórreisu Ármanns til landsins og mögulega útgáfu á bókum hans þar í landi.

 

Preview

ÁRMANN VÍÐFÖRLI: Ármann hefur ferðast víða, meðal annars til Indlands og Tíbet og hyggur nú á sína þriðju Indlandsreisu.

Heimsborgari „Þetta var huggulegur fundur,“ segir Ármann sem notaði heimsóknina til þess að færa Landsbókasafni Indlands í Kolkata að gjöf bókina sína Vestnorrænar vinjettur. Um sérstaka hátíðarútgáfu er að ræða á þeim átta þjóðtungum sem talaðar eru hringinn í kringum Atlantshafið.

Ármann ræddi við sendiherrann um áform sín um að leggja upp í þriðju stórreisu sína um Indland og hugsanlega útgáfu á vinjettum hans á Indlandi á ensku, hindí og jafnvel fleiri tungumálum í landinu.

„Í janúar 2008 tók landsbókavörður Indlands á móti mér í höfuðstöðvum safnsins í Kolkata og opnaði fyrir mér dyr handritadeildar safnsins sem er í kæligeymslu. Þar fékk ég tækifæri til að skoða úrval af elstu og merkilegustu handritum Indlands og fékk fræðslu um sögu þeirra og tilurð.“

Preview (1)

FLOTTUR Í TAUINU

Ármann segir sjaldgæft að gestum sé boðið að skoða þessa demanta safnsins og handritafræðingarnir þar töldu víst að Ármann væri fyrsti Íslendingurinn sem hlotnaðist þessi heiður. „Eini íslenski textinn í þessari deild er í gamalli enskri fræðibók um tungumál heimsins frá um það bil 1845.  Ég gat upplýst fræðingana að annars vegar væri um að ræða ,,Faðir vor‘‘ og hins vegar ljóð úr Hávamálum. Ég las upphátt fyrir starfsmennina sem heyrðu íslensku í fyrsta sinn á ævinni.  Þessi heimsókn er ógleymanleg.“ Þess má einnig geta að Landsbókasafn Indlands á í fórum sínum nokkrar vinjettubækur og nú bætast þær Vestnorrænu við.

Preview (2)

GÓÐIR SAMAN

Sendiherrann er á förum frá Íslandi í sumar og heldur til fundar við herra Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. „Ég bað sendiherrann að skila bestu kveðju til herra Modi sem er að mínu mati einn flottast klæddi herramaður í veröldinni en mér er sagt að hann velji fötin sín sjálfur,“ segir Ármann og bætir við að fatasmekkur hans og Modis sé nokkuð svipaður.

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

 

 

Related Posts