Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er þáttastjórnandi á Ríkisútvarpinu og hefur starfað á RÚV í áratugi. Hún mun taka við nýju starfi sem útvarpsþula 1. október en hún starfaði lengi vel sem sjónvarpsþula og ætti því að þekkja vel starfsins. Hún er dóttir Jónasar Jónassonar, eins þekktasta útvarpsmanns fyrri tíðar, og hún svarar spurningum vikunnar.

 

MÉR FINNST GAMAN AÐ … ganga um gamlar götur í Flórens.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Heiðagæs með ævintýralega góðri sósu sem samanstendur af púrtvíni, bláberjasultu, rjóma og krafti og kartöflum sem Halldór frændi minn fyrir norðan gaf mér steiktar í andafitu sem ég fann í frysti.
BRENNDUR EÐA GRAFINN? Ég á enn eftir að ákveða mig.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Tómat, undir og ofan á.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hjá vinkonu minni Heiði Óttarsdóttur hjá Blondie.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Saxa hvítlauk, steiki í olíu, bæti við tómötum, og læt malla lengi, helli mér rauðvín í glas og dæsi yfir því að í raun og veru þurfi ég að ryksuga, sem ég geri auðvitað ekki.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Varalit.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvítvín.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Það eru margir í Útvarpinu sem ég held upp á en ég ætla nú að nefna kennarann minn Jónas Jónasson.

HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Barnabarnið Rökkvi Freysson.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Vandræðalegur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Með rúvstimpilinn á rassinum.

SKEMMTILEG: Sigurlaug svarar spurningum vikunnar.

SKEMMTILEG: Sigurlaug svarar spurningum vikunnar.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? SAAB 96 ljósbrúnn.

FYRSTA STARFIÐ? Tíu ára á aðalskrifstofu Útvarpsins, þá fékk ég það starf að merkja útprentuð dagskrárplögg sem send voru hlustendum þess, svo þeir þyrftu nú ekki að fletta dagblöðum til að vita hvað væri á dagskránni.

FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER … Háteigskirkja.

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Hef vandræðalega litla skoðun á því.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Laxárdalur í Suður-Þingeyjarsýslu.

KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt og fiskur.
HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Ég væri til að lesa hugsanir fólks.

GIST Í FANGAKLEFA?  Nei.

STURTA EÐA BAÐ? Klárlega Badedas-bað.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Enga sem mér dettur í hug.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Náttkjól.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Þegar ég, 4 ára, kvaddi prúðbúna foreldra mína sem voru á leið í jarðarför afa Jónasar og ég horfi á þau með bros á vör og sagði, góða skemmtun.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Ítalska kvimyndin La vita é bella.  Græt í hvert skipti sem ég horfi á hana.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nei enga en verð þó að viðurkenna að ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég sé silfurskottu, eflaust vegna þess að þær bjuggu í hveitiboxinu á æskuheimili mínu í Eskihlíðinni.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?  Að flytja með Torfa mínum til Flórens á sínum tíma.

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ?  Vellingur.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?  Ég er enn að bíða eftir því.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?  Klukkan sjö.

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair, get ekki grínið hjá Wow.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Ég á hús.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Palestína.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblað.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?  Held það sé þegar ég 4 ára skreið út um gluggann á kjallaraíbúð foreldra mina við Ægisíðuna og gekk niður í fjöru til að horfa á frændur mína grásleppukarlana og henda steinum í sjóinn.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts