Fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir (24) með augnháralínu:

Fyrrum ungfrú Ísland, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, hefur gert það gott með gerviaugnháralínu sinni. Tanja hefur náð að byggja upp stórt fyrirtæki og nú var komið að því að kynna ný augnhár sem búin eru til úr minkahárum. Tanja ákvað af því tilefni að bjóða öllum helstu tísku- og förðunarbloggurum landsins á kynninguna og það má með sanni segja að stemningin í Gala-salnum í Kópavogi hafi verið frábær.

 

14444624_10154261773699584_7236912457899021593_o

FALLEGAR FEGURÐARDROTTNINGAR: Anna Lára Orlowska, nýkjörin ungfrú Ísland, mætti á svæðið en Tanja Ýr var kjörin ungfrú Ísland árið 2014 og ætti því að geta gefið Önnu góð ráð.

Augnhár „Ég var að koma með nýja vöru á markað, nýja augnháralínu þannig að ég ákvað að bjóða helstu bloggurum landsins og stelpum sem ég hef verið að vinna með. Mér fannst líka sniðugt að allar stelpurnar myndu hittast því það er svo gott þegar allir vinna saman,“ segir Tanja Ýr en áhugi á augnhárum hennar hefur aukist hratt.

„Ég byrjaði með þetta fyrir ári þannig að þetta stækkar hratt. Ég hef líka lagt allan minn metnað í þetta,“ segir Tanja sem sá fljótlega að þetta yrði vinsælt.

„Maður veit auðvitað aldrei hvort þetta slái í gegn þegar maður byrjar en ég vonaðist auðvitað eftir því. Ég sá mjög fljótlega þegar ég byrjaði að þetta væri mjög vinsælt en þegar ég byrjaði á sínum tíma þá gat þetta fallið báðum megin.“

14409824_10154261773509584_3433467098127956395_o

STJARNA KVÖLDSINS: Tanja Ýr var stjarna kvöldsins og bauð upp á glæsilega kynningu á nýju augnhárunum.

Ný lína

Úrvalið hjá Tönju er mikið en hún veit vel að það þarf að halda áfram að framleiða nýjar vörur.

„Þetta eru sem sagt ný augnhár sem ég var að kynna. Eins og staðan er núna er ég bara að selja í gegnum netverslunina tanjacosmetics.com. Nýju augnhárin eru úr minkahárum en eru engu að síður „cruelty free““, segir Tanja sem ætlar sér stóra hluti með fyrirtækið.

„Ég er ekki endilega að einbeita mér að íslenskum markaði þótt það sé gaman að vera með þetta hér heima. Ég er ekkert að fara frá Íslandi en svona augnhár eru mjög vinsæl úti og ég horfi mikið á erlendan markað og þá aðallega Svíþjóð, Írland og Færeyjar.“

„Færeyjar eru auðvitað mjög lítið land þannig að það er mjög auðvelt að geta tekið þann markað yfir. Það getur verið gott að byrja á litlum löndum til að byggja sig upp,“ segir Tanja en hún hefur svo sannarlega lagt allan sinn kraft í fyrirtækið og sér um flesta hluti sjálf.

„Allt í kringum fyrirtækið hef ég gert sjálf. Auðvitað hef ég fengið smáhjálp frá vinum en svona aðalvinnuna, að taka myndir og auglýsingar, gerði ég sjálf sem mér fannst miklu persónulegra þar sem fyrirtækið ber auðvitað mitt nafn.

Það eru fleiri vörur á leiðinni en það er enn þá leyndarmál. Það tekur mikinn tíma að koma með nýja vöru. Það er ekki hægt að flýta sér með þetta því það þarf allt að vera fullkomið,“ segir Tanja sem er að lifa drauminn.

„Það er æðislegt að fá að vinna við það sem maður elskar og að láta drauma sína rætast.“

14379936_10154261773934584_2163100369381157855_o

SÍMI, SÍMI, HERM ÞÚ MÉR …: Snjallsíminn hefur tekið fram úr speglinum og hann var notaður óspart.

14434855_10154261773769584_4092053167572142817_o

GLÆSILEGAR: Eva Þóra, ein af fyrirsætum Tönju, og Svandís Ósk, eigandi Skinboss, mættu glæsilegar að vanda.

14468442_10154261774329584_4919447178890859233_o

VEISLA = TERTA: Tanja Ýr bauð að sjálfsögðu upp á glæsilega tertu í tilefni dagsins.

14380008_10154261773709584_1004033132397426428_o

TVÆR GÓÐAR: Vala Fanney og Salóme Ósk eru bloggarar á kalon.is og þær skemmtu sér stórkostlega á kynningunni.

14324543_10154261773879584_192571227806484463_o

SVAKA SKVÍSUR: Helena Reynisdóttir, sem heldur úti einum vinsælasta makeup Snapchat-aðgangi landsins, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta en hún og Tanja Ýr eru góðar vinkonur.

14409507_10154261774309584_8169000918192991507_o

BÓNDI Í HÖRKUFORMI: Lífsstílsbloggarinn Hildur Árnadóttir mætti á svæðið ásamt Aðalheiði Ýr. Þær stöllur leyna þó á sér en Hildur á eitt fallegasta herbergi landsins og Aðalheiður er einkaþjálfari og bóndi.

14372315_10154261774124584_6653237991195160573_o

EIN FYRIR INSTAGRAM: Stelpurnar voru duglegar að fanga augnablikið á símann og það hafa eflaust margar myndir birst á samfélagsmiðlum þeirra.

14468327_10154261774094584_4957987504112777718_o

FALLEGIR FÖRÐUNARFRÆÐINGAR: Förðunarfræðingarnir Steinunn Ósk og Pálmey Kamilla gátu ekki annað en skemmt sér vel á kynningunni.

14468767_10154261774114584_4894743358411881380_o

ÞRUSU ÞRENNING: Anna Lára Orlowska, ungfrú Ísland, mömmubloggarinn Camilla Rut og Helena Reynisdóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara og brostu sínu breiðasta.

14468717_10154261774399584_2413909832417997037_o

SÍMAR UPP: Stelpurnar kepptust við að taka réttu myndina af Tönju Ýr.

Séð og Heyrt elskar augnhár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts