Guðlaugur Arason (64) er á kafi í bókum:

Rithöfundurinn Guðlaugur Arason hefur fyrir löngu getið sér gott orð sem slíkur. Hann starfaði um árabil, samhliða ritstörfum, sem leiðsögumaður í Kaupmannahöfn. Síðustu ár hefur hann þó fengist við annarskonar list, hann hannar bækur sem hann kallar Álfabækur og opnaði nú nýlega sýningu með verkum sínum í Reykjavík.

Garason

SÆLL MEÐ AFASTRÁK: Guðlaugur og afstrákurinn Eðvarð.

Með bókadellu „Ég bæði skrifa bækur, mála bækur og smíða þær, ég er á kafi í bókum alla daga. Ég er núna að setja upp sýningu á Álfabókunum mínum í Geysishúsinu í miðbæ Reykjavíkur. Ég er virkilega ánægður með þessa sýningu, verkin smellpassa við innréttingu staðarins. Dóttir mín, Flóra, er sérstakur ráðunautur minn í þessu, hún aðstoðaði mig við að koma sýningunni upp og valdi salinn,“ segir Guðlaugur ánægður.

Guðlaugur hefur lengst af búið erlendis en dvelur um þessar mundir í Vestmannaeyjum.

„Það er yndislegt að vera í Vestmannaeyjum, alveg hreint stórkostlegt. Ég er að dunda mér þar við sitthvað. Álfabækurnar taka þó töluverðan tíma. Allar bækurnar eru í réttum hlutföllum, bæði í hæð og þykkt. Ég er með hlutföllin upp á millimetra. Ég smíða þær úr tré og dunda mér við að gera bókakápurnar, þetta er tímafrekt verkefni en skemmtilegt. Flóra, dóttir mín, lagði ríka áherslu á að ég hefði bækurnar mínar með, áhugasamir geta rýnt í myndirnar og reynt að koma auga á þær. Álfabækurnar hafa vakið mikla lukku, ég mun vinna í þessu á meðan áhugi er fyrir hendi,“ segir bókagerðarmaðurinn Guðlaugur Arason.

Related Posts