Dagur Bergþóruson Eggertsson (43) átti að vera Jónsdóttir:

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu þegar verið var að frumsýna Flóðið, sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri. Á sama tíma voru gestir líka að hópast á leiksýningarnar Njálu og Hver er hræddur við Virginíu Woolf?

Með mömmu í leikhúsinu Dagur borgarstjóri og Bergþóra Jónsdóttir, mamma hans, eru samrýnd mæðgin og þau skelltu sér saman á Flóðið.

„Mér fannst þetta flott sýning og ég skemmti mér vel. Það er vissulega erfitt að rifja þetta upp og hvað fólk getur þurft að þola en þetta var alveg skelfilegt,“ segir Bergþóra.

En hvernig er að vera mamma borgarstjóra?

„Það er ekkert auðvelt ef maður er að rýna í blöðin og svona. Pólitíkin er óvægin en annars er ég bara ánægð með hann og hann stendur sig vel. Fjölskyldan er mjög þétt og við reynum að standa við bakið á honum og hjálpa til. Þau eru með fjögur börn og við aðstoðum þau eins og afi og amma eiga að gera.“

Dagur B Eggertsson, borgarleikhús

BERGÞÓRUSON: Dagur og Bergþóra eru samrýnd mæðgin en norsk nafnahefð réð því að Dagur var kenndur við mömmu sína.

Dagur er fæddur árið 1972 en á þeim tíma var fáheyrt að börn væru kennd við móður sína.
„Hann er ekki kenndur við mig vegna þess að það hafi verið hugsjón hjá okkur foreldrunum, heldur er það vegna þess að hann er fæddur í Noregi og Norðmenn samþykktu ekki íslenska nafnahefð,“ segir Bergþóra. „Það var ekki annað í boði en að hann héti Jónsdóttir því við Eggert vorum ekki gift og hann átti því að taka eftirnafnið frá mér. Ég fékk að sveigja því yfir á Bergþóruson og svo kom Eggertsson eftir að við giftum okkur. Norðmennirnir voru svolítið sérstakir og gamaldags. Þetta var ekki kvenréttindamál en svo hefur mér fundist gaman að fylgjast með því hvað það er orðið algengt á Íslandi að börn eru kennd við móður sína.“

Dagur er elstur í þriggja systkina hópi.
„Það var alltaf gott samband okkar á milli en Dagur var mjög sjálfstæður og duglegur og út og suður í alls konar íþróttum og öðru. Mér fannst hann alltaf líkari pabba sínum fyrstu árin en eftir að hann fór á gelgjuna fór að krullast á honum hárið. Þá fannst mér ég eiga meira í honum.“

En hverjir eru helstu kostir Dags í augum mömmu?
„Hann er heiðarlegur en það er því miður alltof sjaldgæfur eiginleiki í pólitík,“ segir hún. „Hann reynir aldrei að fela hluti með því að sópa þeim undir teppið og er óhræddur við að segja sannleikann. Hann er mjög opinn og kemur hreint og beint fram. Mér finnst það ofboðslega notalegt.“

Dagur B Eggertsson, borgarleikhús

KÁT OG HÝR: Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir forstöðumaður voru kát og hýr í leikhúsinu.

 

Dagur B Eggertsson, borgarleikhús

EFTIRVÆNTINGARFULL: Hjónin Kristján Franklín Magnús leikari og Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona voru eftirvæntingarfull.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts