Ágúst Fannar Leifsson (25) elskar tölvuleiki:

Ágúst Fannar Leifsson er við fyrstu sýn ósköp venjulegur ungur maður en útlitið getur verið blekkjandi. Það sem ekki allir vita er að Ágúst er landsins mesti aðdáandi tölvuleikjahetjunnar Crash Bandicoot. Ágúst elskar hann svo mikið að hann fékk sér risastórt tattú af Crash Bandicoot á bakið.

Ágúst Fannar, SH_Ágúst Fannar, tattoo

ELSKAR CRASH BANDICOOT: Þetta er stórkostlegt tölvuleikjatattú sem Ágúst er með á bakinu.

Fyrsti leikurinn Ég ólst upp með honum,“ segir Ágúst um Crash Bandicoot. Það var fyrsti leikurinn minn, ég var alltaf að spila leikinn í PlayStation. Ég man þegar ég kom heim úr skólanum þegar ég var lítill og spilaði og spilaði. Ég spilaði mikið einn til að byrja með en ég bý í blokk og nágrannar mínir komu oft og spurðu eftir mér og þá fórum við og spiluðum saman. Þetta var svona svipað og að spila Mario. Maður hoppar og skoppar í hringi,“ segir Ágúst.

Ágúst Fannar, SH_Ágúst Fannar, tattoo

MIKIÐ FYRIR TATTÚ: Ágúst er með ref og loppu á sitthvorri hönd og er með gullfallegt hjarta á bringunni.

Fyrir konurnar

Um tattúið segir Ágúst Ég nefndi þetta við vin minn, hann Dag á Bleksmiðjunni, þ.e. að fá svona tattú og honum leist vel á þessa hugmynd.“ En Ágúst er með fleiri tattú. Ég er með hjarta á bringunni, kross á hægri handlegg, fæðingar- og dánardag hans pabba. Svo er ég með ref á hægri framhandleggnum og loppu á vinstri. Loppan er fyrir konurnar.“ segir Ágúst hlæjandi.

Ágúst Fannar, SH_Ágúst Fannar, tattoo

VINNUÞJARKUR: Ágúst vinnur hjá Seltjarnarnesbæ og sér um að halda honum hreinum.

Related Posts