Helgi Már Erlingsson (36) er Hebba-aðdáandi númer 1:

Skemmtilegt Leikstjórinn Helgi Már Erlingsson (36) er oft kallaður „Hebba-aðdáandi númer 1“ en hann hefur fylgt stjörnunni eftir lengi. „Það er mikil 80‘s stemning í MS og tónlist Hebba hefur verið ómissandi hluti af 85 ballinu, en það er stærsti viðburður skólans. Árið 1998 var búið að bóka Boy George en hann hætti við og því var Hebbi fenginn í staðinn,“ segir Helgi Már. „Hebbi var stórkostlegur og ætti í raun að vera orðinn heimsfrægur. Ég á alla diskana og hann spilaði í brúðkaupinu mínu fyrir tveimur árum.“

helgihebbi1-3

ANNAR HEBBI: Stúlkan í miðasölu Egilshallar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Helgi Már mætti með kolluna sem Herbert og keypti miða á heimildarmyndina um Herbert.

 

helgihebbi1-4

HITTI ÁTRÚNAÐARGOÐIÐ: Helgi Már fór með kolluna til heiðurs Hebba. „Það hitti svo skemmtilega á að Hebbi var staddur á sýningunni. Ég bjóst ekki við því en þetta er gott í sögubankann.“

Séð og Heyrt fílar Hebba.

Related Posts