Sextugasti og sjöundi lýðveldisdagur Indlands var haldinn hátíðlegur á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut. Indverski sendiherrann, Rajiv Kumal Nagbar, bauð til veislu og veislugestir skemmtu sér konunglega með fram því sem þeir drukku í sig indverska menningu. Rithöfundurinn Ármann Reynisson lét sig auðvitað ekki vanta í glæsilegustu veislu ársins, eins og hann segir sjálfur.

Glæsilegt „Indverski sendiherrann heldur einhverja glæsilegustu þjóðhátíðarveislu ár hvert, með indverskri tónlist, glans og elegans. Þetta var alveg meiri háttar flott svo að ég tali nú ekki um indversku tónlistina og alla áhugaverðu gestina sem krydda nú alltaf veisluna, hvort sem það eru frægir Íslendingar, sendiherrar frá öðrum löndum eða Indverjar sem búa hér á landi. Boðið er upp á úrvals indverska rétti sem bragðast alveg meiri háttar vel og skálað er jafnan í blávatni og þykir mér það ekkert síðra en að skála í vínanda,“ segir Ármann.

„Indland er eitt áhugaverðasta svæði heims og þaðan má rekja upphaf fernra trúarbragða, það segir mér eitthvað. Ég fór á sínum tíma í tveggja mánaða ferð þvert um Indland og skrifaði vinjettur um þá ferð og síðan fór ég tveimur árum síðar um Himalaya-svæðið og skrifaði einnig vinjettur um það.“

Hrifnir af Ármanni

Indland

GÓÐ SAMAN: Anna Linda Bjarnadóttir, lögmaður og systurdóttir Ármanns, og Ármann Reynisson skemmtu sér konunglega.

„Utanríkisráðuneyti Indlands og sendiherrann eru svo hrifin af sögunum mínum og þess vegna er mér alltaf boðið. Ég hef einnig gríðarlega mikla þekkingu á Indlandi, indverskri menningu og sögu,“ segir Ármann. En hvað er það við Indland sem heillar svona mikið?

„Það er í fyrsta lagi dulúð landsins sem heillar mig mest. Dulúðin kemur fram í menningu þeirra, listum, matreiðslu, tónlist og bókmenntum. Þessi dulúð sem er við land og þjóð finnst mér mögnuð. Hindúar eru líka yfirleitt friðsamt fólk, þeir fara ekki í hernað gegn öðrum löndum þótt þeir eigi auðvitað sín vandamál inni á milli, eins og alls staðar er, en ég horfi alltaf á það uppbyggilega í hverju landi og legg áherslu á að skrifa vinjettur mínar um það sem er uppbyggilegt við hvert land.“

Séð og Heyrt – alltaf á staðnum!

Related Posts