Ragnar Kjartansson (39) er flottur:

Myndlistarstjarnan og tónlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson er kominn með þykka barta eins og Jón forseti hefur hingað til verið þekktur fyrir.

Bartarnir tengjast ekki á neinn hátt væntalegum forsetakosningum en Ragnar var gestur á jólahátíð Cadillacklúbbsins en sjálfur átti hann eitt sinn slíkan eðalvagn.

Í samtali við Séð og Heyrt segir hann:

„Ég er í Cadillac-klúbbnum því ég átti Cadillac de Ville. Ég seldi bílinn í sumar en finnst samt gaman að koma í klúbbinn. Cadillac eru goðsagnakenndir bílar og við áttum yndislegt kvöld saman.“

Ragnar er óviss um hvort hann fái sér annan Cadillac.

„Eftir loftlagsráðstefnuna í París tek ég bara strætó,“ segir hann. „Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Það er samt aldrei að vita hvort maður fái sé Cadillac á ný. Það er svo gott að hafa átt Cadillac því þá líður manni vel alla ævi.“

Lesið Séð og Heyrt – alltaf!

Related Posts