Selur 75 hamborgara á sekúndufresti:

McDonalds hamborgarakeðjan fagnar 75 ára afmæli sínu um þessa helgi. Þeir bræður Robert og Maurice McDonalds opnu fyrsta grillstað sinn í San Bernadino í Kaliforníu þann 15. maí árið 1940. Í dag eru um 36.000 McDonalds staðir til í heiminum.

Á þessum fyrsta grillstað þeirra bræðra voru hamborgarar að vísu ekki á matseðlinum heldur pulsur en bræðurnir höfðu rekið saman pulsuvagn áður en en þeir opnuðu grillstaðinn. Það var svo uppúr 1950 að hamborgarakeðjan McDonalds varð að veruleika. McDonalds var til staðar á Íslandi á árunum fyrir fjármálahrunið 2008. Sú starfsemi lagðist af í kjölfar kreppunnar.

Meðal athyglisverðra staðreynda um McDonalds er að áttundi hver Bandaríkjamaður hefur starfað á McDonalds stað einhvern tímann á æfinni. Á heimsvísu selur keðjan 75 hamborgara á hverri sekúndu sólarhringsins og að á 14,5 klukkutímafresti opnar McDonaldsstaður einhverstaðar í heiminum.

Þá má nefna að 75% af öllum sesamfræjum sem ræktuð eru í Mexíkó enda á hamborgarabrauðum McDonalds. Það er svo lítið þekkt staðreynd að á heimsíðu McDonalds fyrir starfsmenn sína er þeim ráðlagt að borða ekki hamborgarana, né meðlætið, sem þeir búa til.

Related Posts