Fyrsta plata Rihönnu síðan 2012 er tilbúin:

Rihanna tilkynnti í twitterfærslu um helgina að fyrsta plata hennar síðan 2012 væri tilbúin í útgáfu. Á henni tekur hún lagið með þeim Paul McCartney og Kayne West. Jafnframt setti hún eitt lagana af hinni nýju plötu, Four Five Seconds, a iTunes.

Í frétt um málið á Daily Mail segir að bið aðdáenda Rihönnu eftir nýjum lögum frá henni sé loksins á enda. Síðasta plata Rihönnu, Unapologetic, kom út í nóvember 2012.

Á TWITTER: Myndin sem Rihanna setti á twitter í tilefni hinnar nýju plötu.

Á TWITTER: Myndin sem Rihanna setti á twitter í tilefni hinnar nýju plötu.

Þeir McCartney og West unnu töluvert saman á síðasta ári. Meðal annars má nefna lag sem þeir sömdu og tileinkað var North dóttur West sem hann á með Kim Kardashian.

Related Posts