“Ég horfi bara á heimildarmyndir. Orðinn leiður á þessum leikurum,” sagði Matthías Johannessen, skáld og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, þegar hann skilaði mynd um Chaplin í Laugarásvideói.

“Hann er búinn að sjá næstum allar heimildarmyndirnar hérna,” sagði Gunnar Jósefsson videóleigusali sem hefur safnað prússnesku skeggi og gengur með hatt frá morgni til kvölds til að mótmæla verðtryggingunni.

Myndin sem Matthías var að skila byggir á viðtölum við marga helstu kvikmyndagerðrmenn samtímans um Chaplin.

“Þessi mynd sýnir svo vel hverskona snilingur Chaplin var,” sagði Matthías, greiddi leiguna og bætti íspinna á reikninginn.

Related Posts