Skemmtigarður setur upp götumynd frá Korsbæk:

Skemmtigarðurinn Bakken í Kalundborg hefur endurskapað hluta af götumynd bæjarins Korsbæk þar sem Matador sjónvarpsþættirnir gerast. Þar gefst gestum Bakken m.a. kostur á því að sitja í borðstofu bankastjórans Varnæs og sjá leikara endurflytja atriði úr þáttunum.

Þessi nýjung í starfsemi Bakken, undir nafninu Korsbæk På Bakken,  var tekin í notkun við hátíðlega athöfn fyrir helgina. Þónokkrir af þeim sem léku í þáttunum á sínum tíma voru til staðar og þar að auki mætti höfundur þáttanna, Lise Nörgaard, þótt hún sé orðin 97 ára gömul.

KORSBÆK: Hægt er að endurlifa atriði úr Matador í Bakken.

KORSBÆK: Hægt er að endurlifa atriði úr Matador í Bakken.

Matador sjónvarpsþættirnir voru frumsýndir á árunum 1978 til 1981. Urðu þeir strax vinsælasta sjónvarpsefni sem Danir hafa framleitt. Þeir hafa verið endursýndir nokkrum sinnum síðan í danska ríkisútvarpinu og í hvert sinn hafa þeir sett áhorfendamet. Götur borga og bæja Danmerkur tæmast yfirleitt þegar Matador er á dagskrá þarlendis.

Íslendingar geta fylgst með þessum frábæru þáttum nú um stundir en þeir eru  endurfluttir síðdegis á fimmtudögum á RUV.

Related Posts