Björn Jörundur (44) og Marta María (37):

Allt fram streymir Einhvers staðar segir að tímarnir breytist og mennirnir með. Tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson er lifandi staðfesting á þessu, enda margbreytilegur og síður en svo einhamur. Hann steig á svið, alveg glerfínn í jakkafötum og sjúklega flottum skóm, í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Það dugði þó ekki til þess að landa sigrinum. Björn hefur hins vegar unnið þá marga með hljómsveitinni Nýdönsk og þegar hann var í þeim ham gat allt gerst.

Fortíð

FLOTTUR OG FLIPPAÐUR: Björn Jörundur dagsins í dag er vægast sagt frábrugðinn þeim sem fór hamförum á sviðinu 1994.

Árið 1994 steig allt annar Björn Jörundur á svið en sá sem sást í Sjónvarpinu um daginn. Varla hægt að þekkja hann fyrir sama mann, þar sem hann þandi raddböndin í hvítum samfestingi með einhverja klikkuðustu hárgreiðslu sem sést hefur. Eiginlega ólýsanleg og best að láta myndirnar tala.

Fortíð

SMART HÖNNUÐUR: Marta María sýnir hönnun sína 1998.

Smartlandsdrottningin Marta María Jónasdóttir hefur, rétt eins og Björn Jörundur, breyst nokkuð í útliti frá 1998, þótt sami prakkaraglampinn sé enn í augunum og brosið jafnleiftrandi. Marta hefur þó gert gott betur og einnig skipt um starfsvettvang. Fyrir sautján árum var Marta smarta fatahönnuður og sýndi þá skrautlegan kjól sem ber frjóum hug hennar glöggt vitni.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Marta er minna í fatahönnun en þeim mun duglegri að stílisera heimili sitt, elda hollan og góðan mat og gefa uppskriftirnar út á bók auk þess sem hún stýrir hinum vinsæla lífsstílsvef Smartland á Mbl.is. Mörtu smörtu er margt til lista lagt.

Fortíð

LITRÍKT: Flottur kjóll hjá Mörtu Maríu.

Related Posts