Sumir stefna á að klára listann fyrir áramót:

TEKUR TÍMA AÐ SJÁ ALLA ÞÆTTINA 

Skemmtileg áskorun gengur milli fólks á samfélagsmiðlum þar sem markmiðið er að horfa á 50 bestu sjónvarpsþáttaraðirnar samkvæmt lista Empire tímaritsins. Á listanum er fjöldi þekktra sjónvarpsþáttaraða en aðrar eru faldir gimsteinar. Þeir sem treysta sér ekki til að klára allan listann geta stefnt á að sjá 10 efstu en það gæti tekið tíma. Lauslega áætlað eru Simpsons þættirnir orðnir 618 talsins og eru um það bil 22 mínútur að lengd. Það tekur því tæplega 230 klukkustundir að klára Simpsons svo það er um að gera að byrja sem fyrst.

10. The Killing (Forbrydelsen) – framleiddir í Danmörku á árunum 2007-2012.
The Killing

9. Blackadder – framleiddir í Bretlandi frá 1983-1989.
Blackadder

8. OZ – framleiddir í Bandaríkjunum frá 1997-2003.
Oz

7. Game of Thrones – hófust árið 2011 og tökur verða á Íslandi í janúar 2017.
Game of Thrones

6. Battlestar Galactica – framleiddir á árunum 2003-2009.
Battlestar Galactica

5. Friends – framleiddir frá 1994-2004.
Friends

4. The Simpsons – framleiðsla hófst árið 1989 og er enn í góðum gír.
The Simpsons

3. The West Wing – framleiddir á árunum 1996-2006.
The West Wing

2. Breaking Bad – framleiddir frá 2008-2013.
Breaking Bad

1. The Wire – framleiddir frá 2002-2008.
The Wire

Lista Empire í heild má finna á heimasíðu tímaritsins en þar vantar augljóslega Keeping up with the Kardashians.

Séð og heyrt elskar góða sjónvarpsþætti!

Related Posts