d

Olivia Benson hittir Oliviu Benson

Söngstjarnan Taylor Swift er mikill aðdáandi leikkonunnar Mariska Hargitay. Hún er það mikill aðdáandi að hún nefndi köttinn sinn eftir Oliviu Benson, lögreglukonunni sem Mariska leikur í þáttunum Law & Order: SVU.

Taylor, sem er nú á tónleikaferðalagi, hélt tónleika í  Philadelphiu og á meðal gesta var ofurmódelið Cara Delevingne og Mariska sjálf. Eftir tónleikana fór Mariska að hitta „nöfnu“ sína og fór vel á með þeim.Taylor lét myndband á netið sem sýndi þessa fagnaðarfundi. Undir skrifaði hún „Þetta er Olivia Benson að hitta Olivia Benson. Allt gengur vel enn sem komið er.“

Taylor er vön að fá fræga vini sína til að koma á sviðið til hennar á meðan tónleikum stendur. Mariska var að sjálfsögðu dregin upp á svið og skemmti hún sér konunglega.

 

 

Related Posts