Stefnir á búsetu í Berlín í framtíðinni:

Fréttakonan María Lilja Þrastardóttir hefur gengið til liðs við Adolf Inga Erlingsson (Dolla) á útvarpsstöðinni Radio Iceland. Þar mun hún stjórna tónlistarþætti en stöðin mun leggja sérstaka áherslu á íslenska tónlist að því er María Lilja segir í færslu á Facebook síðu sinni.

„Ég er komin á nýjan og spennandi fjölmiðlavettvang, Radio Iceland hvar allt efni er flutt á ensku.  Stöðin hyggst leggja sérstaka áherslu á íslenska tónlist en dagskrárgerðin er miðuð að ferðamönnum og enskumælandi almennt,“ segir María Lilja.

Í athugasemdum við færsluna er María Lilja spurð hvort þetta þýði að hún sé hætt við að flytja til Berlínar. Hún segir svo ekki vera og það sé framtíðarplanið. „Ég á að búa í Berlín,“ segir María Lilja.

Related Posts