Finnst Jane Fonda eldast vel:VI1501265035 (5 of 5)

Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita, hefur keypt snyrtivörurnar sem eru í hvað mesta uppáhaldi mörg ár í röð. Við fengum að kíkja í heimsókn á einstaklega smart heimili hennar með ljósmyndara og spurðum hana hvað virkar.

Hver er fyrsta snyrtivaran sem þú manst eftir að hafa keypt?
Lyktin af White Musk frá Body Shop flytur mig nokkur ár aftur í tímann.

Hvaða snyrtivöru keyptirðu þér síðast? Hvernig líkar þér?
Select Moisture Cover-hyljara frá MAC, ég kaupi oft sömu vörurnar og litina nokkur ár í röð.

Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?
Mig langar í burstalínuna frá Real Techniques eins og hún leggur sig.

Hvaða fimm snyrtivara gætirðu ekki verið án?
1. Sóley Organics, Græðir sjampó. Ég er hrifin af vörum með náttúrulegum ilmefnum og lykt. Sérstaklega þegar kemur að vörum sem maður notar mikið af eins og body lotion, sjampó, hárnæringu og þess háttar.
2. O-Plump-gloss frá Smashbox.
3. Ég hleyp ekki út í búð án þess að vera með maskara og ég er alltaf með einn í töskunni. Ég fékk nýlega prufu af Shocking frá Yves Saint Laurent og hann er kominn í harða samkeppni við They‘re Real- maskarann frá Benefit sem hefur lengi verið í uppáhaldi.
4. Creamblend Blush frá MAC í litnum Ladyblush, liturinn er náttúrulegur og áferðin himnesk.VI1501265035 (2 of 5)
5. Argan-olíu í hárið, þessa dagana er ég að nota Berber Oil Hair Treatment frá Osmo.

Hvaða margumtalaða snyrtivara stendur undir væntingum?
Bobbi Brown Long-Wear Gel Eyeliner er frábær bæði hversdags og þegar maður vill vera fínni.

Hvaða leyndu snyrtivöruperlu er hægt að finna úti í stórmarkaði?
Max Factor Ageless Elixir-meikið er á góðu verði og er alveg jafngott og margar dýrari tegundir. Garnier Vitalizing Toner er frábær og stenst líka algjörlega samanburð við miklu dýrari tegundir.

Hver er þín helsta fegurðarfyrirmynd?
Ég á ekki beint neinar fyrirmyndir en það hefur verið gaman að fylgjast með stíl 80‘s-ofurfyrirsætnanna þróast. Þeirra Christy Turlington, Lindu Evangelista og Elle McPherson ásamt fleirum. En í dag horfi ég helst til bloggara hvað varðar stíl og útlit, eins og þeirra Hönnu Mustaparta og Aimee Song.
Bestu fyrirmyndirnar eru þær sem hugsa vel um heilsuna og líta vel út áratugum saman, Jane Fonda er gott dæmi.

Hver eru þín stærstu fegurðar/förðunarmistök?
Of margir ljósatímar þegar ég var unglingur.

Hver er besta ráðleggingin sem þú hefur fengið varðandi hár og förðun eða húðumhirðu?
Vinkona mín kenndi mér að skyggja og lýsa fyrir mörgum árum. Mér finnst það gera mjög mikið.VI1501265035 (4 of 5)

Hver er besta ilmvatnslykt sem þú hefur fundið?
Mitt uppáhald er Gypsy Water frá Byredo.

Hvaða vörur notarðu á húðina og hvað finnst þér hafa gert gæfumuninn?
Estée Lauder Advanced Night Repair serumið. Ég sé mun þegar ég nota það.

Skærar varir eða smokey?
Mitt uppáhalds„lúkk“ núna eru berar varir með svörtum eyeliner og auka augnhárum. Til að þetta virki finnst mér ég verða að nota gott meik og skyggja og lýsa húðina vel.

Áttu þér uppáhaldsaugnskuggapallettu?
Nei, mér finnst best að eiga staka augnskugga sem taka lítið pláss í töskunni og eru í umbúðum sem brotna ekki. Ég nota mest Cybershadow í litnum Gold frá Make Up Store, hann fylgir mér hvert sem ég fer.

Áttu uppáhaldsvefsíðu tengda förðun og tísku?
Fashionsquad.com, Theblondesalad.com og Atlantic-pacific.blogspot.com.

Áttu einhver góð förðunarráð í lokin?
Mér finnst gera mikið að nota augabrúnagel eða lit til að halda réttum lit og formi á augabrúnunum. Fyrir mig eru flestir augabrúnalitir of rauðleitir og rangur litur á augabrúnum finnst mér geta skemmt mikið fyrir útlitinu. Einnig gerir það mikið að nota gott krem undir farðann og að skyggja og hylja vel, ég nota laxableikan til að hylja bláleita skugga undir augum og „highlighter“ efst á kinnbeinin, fyrir ofan efri vör og rétt undir augabrúnirnar. Hvað hárið varðar þá hefur reynst mér vel að nota Batiste-þurrsjampó í staðinn fyrir hið hefðbundna í u.þ.b. annað hvert skipti. Ég er með frekar fíngert hár og það er orðið mun heilbrigðara og slitnar minna. Auk þess gefur þurrsjampóið örlitla lyftingu.

 

Umsjón: Helga Kristjáns
Myndir: Heiða Helgadóttir

Related Posts