Hrakfarir Manuelu Ósk (32):

Súperskvísan Manuela Ósk er virk á snapchat og dugleg að veita fylgjendum sínum innsýn einkalíf sitt.

Manuela tók sig til í dag og útskýrði fyrir fylgjendum sínum hvernig hún datt í gær og braut símann sinn.

Manuela er með plástra á fingrunum og marin hné en það versta við þetta allt, eins og Manuela greinir sjálf frá, er að skjárinn á símanum hennar brotnaði.

DATT: Manuela greinir frá raunum sínum á snapchat.

DATT: Manuela greinir frá raunum sínum á snapchat.

„Síminn minn fór gjörsamlega í spað. Ég vorkenni mér alveg geðveikislega mikið að þurfa að eyða tíma í það að láta laga símann minn. Það er bara ekkert meira pirrandi en að vera með ógeðslega brotinn skjá og fá svona semi flísar í kinnina þegar þú reynir að tala í símann.“

Manuela sér þó spaugilegu hliðina í þessu öllu.

„Það var samt örugglega ógeðslega fyndið því að þegar ég datt þá datt ég ógeðslega illa og ég var með fullan poka af kókdósum og af því að þetta var svo harkalegt fall þá sprungu þær allar, ég veit allavega að ég hefði hlegið ef ég hefði séð einhvern detta svona,“ segir Manuela.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts