Ólafur Ólafsson (86) gegndi starfi landlæknis í aldarfjórðung og hefur því séð tímana tvenna:

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Þegar ég fór til Reykjavíkur í fyrsta skiptið þegar ég var nærri tveggja ára.
BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Hvítvínsglas.
HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Því miður man ég ekki eftir honum.
HVERNIG ER ÁSTIN?
Þetta er svo erfitt, en ástin er náttúrlega tilfinning sem grípur mann og maður er heppinn ef það er skynsöm og góð vera. Ég var svo sannarlega heppinn þar.
HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Ég átti Mercedez Bens lengi og það var ágætur bíll.
Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Náttfötum.
BUBBI EÐA SIGUR RÓS?
Bubbi.
HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Ég var lengi í sérnámi í Stokkhólmi og London í hjartasjúkdómum. Eftir dvölina ákvað ég að fara heim og það er besta ákvörðun sem ég hef tekið.
HVAÐA SÖGU SÖGÐU FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Ég man það ekki.
HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Stundum treysti ég fólki of mikið. Það er einnig minn helsti kostur.
HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Winston Churchill.
HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég hef einungis grátið á tónleikum.
EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Þar sem eru góðir leikarar.
HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Reykingum.
ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Óli land.
HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Ekkert sem ég man eftir en það er ábyggilega ýmislegt.
HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Konan mín sá um að kaupa það.
BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?
Ef konan er falleg þá er þetta jafnfallegt.
SÍLIKON EÐA ALVÖRU?
Alvöru.

Related Posts