Unnur Eggertsdóttir vann hug og hjörtu landsmanna þegar hún tók þátt í forkeppni Eurovision í fyrra. Sem Solla stirða skemmti hún börnum landsins á hinum ýmsu uppákomum. Hún svarar spurningum vikunnar.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?

Það sem kostar minna.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?

Rólegur, pervert.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?

Just a Small Town Girl; The Story of How I Became the Face of Chipotle.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?

Svona rafmagns-eitthvað sem maður þarf ekki að keyra sjálfur.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?

Jónsmessudögginni.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?

Að hætta við að fá mér fiðrildatattúið á magann.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?

Þegar ég grét stanslaust fyrstu 5 mánuðina eftir að ég fæddist því ég var með bakflæði. Rifjað upp í öllum fjölskylduboðum. Aumingja þau að hafa átt svona glatað smábarn, hohoho!

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?

Mamma mín.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?

Selfie-bókin hennar Kim Kardashian.
EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?

Svona Wildlife Special og David Attenborough væri að lýsa því í smáatriðum hvernig ég borða pizzu.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?

Icelandic Viking Feminist Bitch (ekki grín).

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?

Þegar ég kallaði Þorkel Diego, yfirkennara í Versló, pabba.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?

Bara um það leyti sem dádýrin og smáfuglarnir í skóginum koma að svefnherbergisglugganum mínum og söngla fallegt lag.

BÍÓ EÐA NIÐURHAL?

Leikhús!

ICELANDAIR EÐA WOW?

Icelandair því það flýgur beint til NYC og er með svo æðislegar flugfreyjur, yndislegan mat og aldrei með vesen (fæ ég ekki frítt flug út á þetta plögg?).

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?

Stel.

KÓK EÐA PEPSÍ?

Poke.

HVAÐ PANTAR ÞÚ Á PIZZUNA?

Fer alltaf bara á Dollar Slice. Þá fær maður heiðarlega margaritu en skreytir hana með tabasco-sósu og óreganói. Klikkar ekki.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

LOPI EÐA FLÍS?

Lopapeysan sem amma Kristín prjónaði handa mér.
ÓLAFUR EÐA DORRIT?

Jón Gnarr.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

Þriggja ára á Spáni að kremja og éta maura þegar ma og pa sáu ekki til.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?

Twitter (@unnureggerts, blikkblikk, allir að „followa“).

Related Posts