Valdís Vilhjálmsdóttir (75) móðir Elínar Hirst (54):

„Móðir mín er yndisleg kona, svo ljúf og umburðarlynd og fyrirmynd mín í lífinu,“ segir Elín Hirst alþingiskona um móður sína en þær áttu saman ánægjulegar stundir um jólin eins og svo oft áður.

Valdís Vilhjálmsdóttir er orðin 75 ára og starfaði sem bankafulltrúi á árum áður:

„Hlutverk hennar var þó það helst að vera móðir og ala mig og systur mína upp og allar erum við þrjár trúnaðarvinkonur og getum talað um allt,“ segir Elín Hirst, ánægð og glöð að eiga svo dásamlega móður sem Valdís Vilhjálmsdóttir er.

Related Posts