Pétur Gautur Svavarsson (50):

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur Svavarsson hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt með pompi og prakt og opnaði afmælissýningu.

pétur gautur

FRÁBÆR SAMAN: Pétur Gautur stillti sér upp ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Guðmundsdóttur landslagsarkitekt, og Elsu Yeoman borgarfulltrúa og þau voru ánægð með sýninguna.

Afmæli „Ég hélt afmælissýninguna í Gallerí Fold og á svona sýningum þá leyfir maður sér kannski að vera aðeins óhefðbundnari í

ÿØÿábÜExif

GÓÐ SAMAN: Unnur í Kínaklúbbi Unnar og galleríshaldarinn Jóhann Ágúst Hansen létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

uppsetningu heldur en oft áður. Þarna horfi ég bæði fram á veginn og til baka. Ég er með eldri og ný verk og er stundum að endurnýta gamlar hugmyndir þannig að ég horfi fram og til baka og til hliðar, það er mjög gaman að leyfa sér það. Þetta er þó eitthvað sem maður leyfir sér bara á svona tímamótum,“ segir Pétur.

Pétur Gautur hefur verið lengi í bransanum og hann er langt frá því að vera hættur.

„Ég hélt mína fyrstu sýningu árið 1993 en hafði þá verið að mála í nokkur ár. Þetta er komið hátt í þrjátíu ár sem ég hef málað og ég fer ekkert að slaka á. Ég ætla að mála þangað til ég verð lagður í gröfina. Ég mun vera í þessu eins lengi og heilsan og listagyðjurnar leyfa.“

pétur gautur

FLOTTUR HÓPUR: Pétur Gautur, leikkonan María Heba, Sóley Elísardóttir og Sigrún Guðný voru yfir sig ánægð með sýninguna.

Related Posts