Sölvi Smárason (19) kann að velja mótíf:

 

oss2

FLOTTUR: Össur nokkuð líkur sjálfum sér.

Sniðugur ,,Þetta byrjaði allt í gríni, ég var alltaf talinn lélegur í teikningu og var þekktur fyrir það. Ég fór að teikna myndir af frægu fólki, síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Ég var með sýningu á myndunum í fyrra og verð með aðra í mars í Íbúðinni, sem er ungmennahús í samstarfi við ÍTR.“

Sölvi hefur fengið mikla athygli fyrir portrettmyndir sínar hann og þykja þær skemmtilegar og vel gerðar.

„Vinir mínir hvöttu mig til að gefa Össuri myndina sem ég gerði af honum. Hann tók mjög vel í uppátækið og var virkilega heimilislegur, kósí gaur. Ég vil helst mála myndir af fólki sem er myndrænt, er með eftirtektarvert útlit. Ég ætla að mála Bubba, hann er með svo flottan skalla.“

Það mun án efa kveða að þessum unga manni í framtíðinni en hann er sjálfmenntaður í listinni, er að ljúka stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla í vor og stjórnar vefþáttunum Láttu vaða í samstarfi við félaga sína.

„Einn kennari sagði við mig að ég teiknaði verr en sex ára sonur hans, þá var ég í 9. bekk. Þess vegna er þetta svolítið sætt hvað mér gengur vel í þessu bransa í dag.“

 

Related Posts