Maisie Williams (18) leysir frá skjóðunni:

Game of Thrones leikkonan unga, Maisie Williams, hefur greint frá þvi að hún viti hver örlog Jon Snow, eins aðalkarakters þáttanna, verði.

Eins og allir sem fylgjast með þáttunum vinsælu vita þá var Jon Snow drepinn í síðasta þætti en ekki eru þó allir sammála um að hann sé í raun látinn.

Maisie er ekkert að tala í kringum hlutina og segir beint út að hún viti nákvæmlega hvað verði um Jon Snow: „Hann kemur ekki aftur, ég lofa.“

Maisie sagði í útvarpsviðtali að hún væri í sífelldu að lenda í því að ókunnugt fólk komi upp að henni og spyrji hana hvort Jon Snow í raun og veru dáinn og þá er alltaf sama svar. Jon Snow er dáinn og kemur ekki aftur.

2D0A982B00000578-3258681-image-m-136_1443885114632

Maisie Williams

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts