Haukur Harðarson (29) elskar Mið-Ísland:

Uppistandshópurinn Mið-Ísland frumsýndi „Guð blessi Mið-Ísland“ í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir stuttu. Fólk gjörsamlega veltist um af hlátri og var það sameiginlegt álit flestra að Mið-Ísland hópurinn hafi aldrei verið jafnfyndinn.

Mið Ísland

SKEMMTU SÉR VEL: Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og sambýliskona hans, Bryndís Ýrr, skemmtu sér konunglega.

 

 

 Frábærir „Mér fannst sýningin alveg stórkostleg. Ef þú ætlar að eiga góða kvöldstund þá er erfitt að finna eitthvað betra að gera en að fara á þessa sýningu,“ segir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður.

„Ég hef séð allar sýningarnar frá upphafi og margar oftar en einu sinni en þeir hafa aldrei verið betri en nú. Þeir eru allir orðnir svo öruggir og þegar þeir koma með nýtt efni þá verða allir spenntir því það er eitthvað gott að fara að gerast. Þeir stóðu sig frábærlega, við Bryndís skemmtum okkur konunglega eins og alltaf.“

GAMAN: Anders Aanesen og Björk Bogadóttir mættu í sínu fínasta pússi.

GAMAN: Anders Aanesen og Björk Bogadóttir mættu í sínu fínasta pússi.

VINIR: Vinirnir Jón Jónsson og Steindi Jr. eru alltaf fyndnir og með bros á vör.

VINIR: Vinirnir Jón Jónsson og Steindi Jr. eru alltaf fyndnir og með bros á vör.

Ætlar aftur

Mið-Ísland hópurinn samanstendur af fjórum grínistum og einum kynni í hvert skipti. Haukur segir erfitt að gera upp á milli þeirra en þó var einn sem stóð upp úr á frumsýningunni.

„Mér fannst Björn Bragi algjörlega frábær en það er nær ómögulegt að velja á milli þeirra.

Þeir eru allir búnir að móta sinn stíl þannig að maður veit hvaða týpu þeir mæta með. Ég er líka mikill aðdáandi Bergs Ebba og er að pæla í að fara aftur þegar hann kemur frá Kanada til að sjá hann líka,“ segir Haukur enn hlæjandi.

FYNDIN: Mið-Ísland hópurinn sá til þess að áhorfendur fengu nánast krampakast af hlátri.

FYNDIN: Mið-Ísland hópurinn sá til þess að áhorfendur fengu nánast krampakast af hlátri.

 

GÓÐUR: Baggalúturinn Guðmundur Pálsson ákvað að skella sér á barinn fyrir sýningu eins og svo margir aðrir.

GÓÐUR: Baggalúturinn Guðmundur Pálsson ákvað að skella sér á barinn fyrir sýningu eins og svo margir aðrir.

 

HRESS: Twitter-dívan Berglind Pétursdóttir og unnusti hennar, athafnamaðurinn Steinþór Helgi, létu sig ekki vanta.

HRESS: Twitter-dívan Berglind Pétursdóttir og unnusti hennar, athafnamaðurinn Steinþór Helgi, létu sig ekki vanta.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts