Rúna Magdalena Guðmundsdóttir (39) og Írena Líf Svavarsdóttir (15) eru flottar:

Mæðgurnar Rúna Magdalena og Írena Líf eru hvor annarri glæsilegri en þær sátu fyrir saman á grísku eyjunni Rhodos fyrir 13 árum. Ljósmyndari Séð og Heyrt tók myndirnar og það urðu fagnaðarfundir með honum og mæðgunum í Gamla bíó.

Rúna Magdalena

FLOTT: Rúna Magdalena fór víða um land með Séð og Heyrt og hún var eitt flottasta bikinímódel landsins.

Skemmtilegar minningar „Þessi mynd var tekin fyrir ferðaskrifstofuna Samvinnuferðir-Landsýn á grísku eyjunni Rhodos árið 2002. Þetta var skemmtileg vinnuferð en það var líka verið að taka myndir fyir Hawaiian Tropic og Nýtt Líf. Írena Líf var með mér á nokkrum myndanna og það var bara mjög gaman,“ segir Rúna Magdalena um myndina af þeim mæðgum sem stjörnuljósmyndari Séð og Heyrt tók í flæðarmálinu á Rhodos. Það má því segja að Írena litla hafi snemma tekið sín fyrstu skref í módelstörfunum.
Rúna Magdalena sér ekki eftir því að hafa skellt sér í Hawaiian Tropic-keppnina og einhent sér í módelbransann í kjölfarið.
„Þetta var ofboslega skemmtilegt ævintýri og góður skóli. Ég mundi hvetja alla sem langar til að prófa þetta og það á jafnt við um Írenu, dóttur mína, og aðra,“ segir hún. „Næstu árin var ég talsvert mikið við fyrirsætustörf þangað til mér fannst það orðið gott.“
Rúna Magdalena og Írena Líf eru mjög tengdar og góðar vinkonur. „Við erum mjög samrýndar mæðgurnar og ég er mjög heppin að eiga þessa stelpu. Hún er hörkudugleg og er á fyrsta ári í Kvennaskólanum,“ segir Rúna Magdalena sem sjálf rekur hárgreiðslustofuna Hárgallerí að Laugavegi 27.

Rúna Magdalena

SÆTAR SAMAN: Rúna Magdalena tók Írenu Líf með sér til Rhodos og þær sátu fyrir saman.

Related Posts