Minifréttir

SKEMMTILEG: Magnea og Tómas Nói eru með gamansamar fréttir.

Magnea (11), Tómas (11), Baldvin (11), Tinni (11) og Kenya (11) með eigin fjölmiðil:

Mini Fréttir er fréttaskýringaþáttur með gamansömu ívafi um ungt fólk fyrir ungt fólk.

Uppátækjasöm „Þetta byrjaði þannig að Tómas Nói fékk míkrófóna í gjöf og Kenya stakk upp á því að við myndum gera þátt þar sem við værum að flytja fréttir,“ segir Magnea Einarsdóttir sem er ein af krökkunum sem gera þættina Mini Fréttir.

Krakkarnir gera allt sjálfir og leggja mikla vinnu í hvern þátt. „Við tökum þetta upp á símann og færum síðan yfir í tölvuna. Síðan tekur við klippivinnan en Tómas Nói er mjög klár í því og gerir það mjög vel.“

Krakkarnir hittast einu sinni í viku og taka upp þáttinn í einum rykk. „Við hittumst alla laugardaga klukkan eitt og vinnum í fjóra klukkutíma. Við erum öll miklir vinir og skemmtum okkur konunglega,“ segir Magnea.

Krakkarnir sem eru á bak við Mini Fréttir eru öll ellefu ára. Þau eru með allt sem þarf til að gera góðan þátt, eins og „green screen“. „Tómas fékk green screen að gjöf frá mömmu sinni og gerir það heilmikið fyrir þáttinn. Við erum líka að reyna að fá góða gesti til okkar einu sinni í viku. Til að mynda fengum við Ævar vísindamann í heimsókn og veittum við honum orðu fyrir barnabók aldarinnar. Það væri gaman ef við myndum fá gesti á borð við Fannar og Benna úr Hraðfréttum,“ segir Magnea og brosir.

 

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt.

Related Posts