Magga Massi (49) og Ríkey Garðarsdóttir (46) eru alltaf jafn ástfangnar:

Vaxtaræktardrottningin Magga Massi og eiginkona hennar, Ríkey Garðarsdóttir, fagna 16 ára brúðkaupsafmæli í dag.

Massinn bar löngum höfuð og herðar yfir aðrar vaxtaræktarkonur landsins og landaði fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum. Hún kom út úr skápnum fyrir tæpum 20 árum og þær Ríkey smullu strax saman þegar þær kynntust. Þær ólu saman upp son Ríkeyjar og ástin hefur ávallt brunnið heitt á milli þeirra.

Það er oft stutt á milli skins og skúra í lífinu en móðir Ríkeyjar og tengdamóðir Massans lést í gær. Það rignir því bæði samúðarkveðjum og árnaðaróskum til hjónanna á þessum tímamótum.

10984115_10207086134981443_2688873994628430965_n

FLOTT HJÓN: Þær Magga og Ríkey eru flott hjón og alltaf jafnástfangnar.

12274416_1522149508112691_4848153159464792927_n

STOLTAR STELPUR: Stelpurnar eru stoltar af kynhneigð sinni og fara ekki í felur með hana.

Séð og Heyrt gerir lífið skemmtilegra!

Related Posts