Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir (23) er ung og upprennandi listakona. Magga eins og vinir hennar kalla hana er nýkomin heim frá Siglufirði þar sem henni bauðst það einstaka tækifæri að mála myndir á veggi hótelsins The Residence, sem staðsett er á Aðalgötu 10.

„Ég fékk frjálsar hendur og málaði íslensku landvættina í minni eigin útfærslu í „renaissance“ stíl, landakort og íslenskt landslag“, segir Magga og er ánægð með útkomuna.

En hvernig kom til að rúmlega tvítug stúlka, alveg ómenntuð í myndlistinni fær svona tækifæri? „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti mig til að hanna og mála „lógó“ staðarins auk Íslandskorts og stórrar myndar sem eru á veggjum staðarins“, segir Magga. „Eigandi The Residence, Þórir Örn Ólafsson, sá það og spurðist fyrir og sendi mér síðan skilaboð á facebook“.

13241329_10153497695525025_9060078108310142509_n

Tvíburasystir Möggu, Alexia Erla Hildur Hallgrímsdóttir (til vinstri) fór með henni á Siglufjörð.

Fyrir rúmu ári síðan málaði hún Íslandskort á veggi veitingastaðarins Scandinavian sem staðsettur er á Laugavegi.

Það er ljóst að Magga á bjarta framtíð framundan í því sem hún hefur áhuga á, en nýlega fékk hún inngöngu í grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands og hún mun hefja nám þar í haust.

Magga er með síðuna MÓHH, teikningar og málverk á facebook þar sem hægt er að sjá verk eftir hana og hún er einnig með portfolio á netinu.

13308267_1407387845953781_931945139886200892_o

Landvættirnir saman eins og þeir eru á skjaldarmerki Íslands.

13235482_1407387889287110_1662701834964857768_o 13247686_1407387909287108_4629073054734656589_o

 

13305198_1407395059286393_7778009275141313634_o

Gammurinn.

13268429_1407387969287102_7225862125243197834_o

Bergrisinn.

13268067_1407387985953767_3894139274022608964_o

Griðungurinn.

13247911_1407387945953771_3971090184508464887_o

Drekinn.

13305230_1407387819287117_6199033648081256374_o

Íslandskort er í móttöku hótelsins á fyrstu hæð.

11169958_1127569917268910_4262247591494969820_n

Íslandskortið á Scandinavian á Laugavegi.

56165f_7c1c1c7411f748d9aeab180be14f7274

Íslandskortið á Frederiksen Ale House.

56165f_3cc4fc9454bb44e68711c70cd506e5cd

Logo Frederiksen Ale

 

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts