Magdalena Olga Dubik (35) er gengin rúmar 18 vikur:

Fiðluséníið og fyrirstætan Magdalena Dubik og unnusti hennar, Einar Þór, kafari, eiga von á sínu fyrsta barni. Magdalena er gengin rúmar 18 vikur og segir allt ganga vel og mikla gleði á heimilinu. Eins og svo oft vill verða var hún dálítið veik fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar en nú er hún í fullu fjöri og fagnar jólunum með sínum heittelskaða og bumbubúanum sem þau kalla „lítinn kafara“.

Magdalena er komin með krúttlega jólakúlu.

Magdalena er komin með krúttlega jólakúlu.

Magdalenu er margt til lista lagt. Hún er gríðarlega flinkur fiðluleikari, var valin Ungfrú Reykjavík 2009 og hefur starfað sem fyrirsæta. Þá dúxaði hún á sínum tíma þegar hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla.

Fyrir tveimur árum fékk hollenski skartgripahönnuðurinn Dana Smit Magdalenu til þess að vera andlit sumarlínu sinnar 2012. Þá upplýsti Dana að hún hefði viljað finna ljóshærða, íslenska konu vegna þess að skart hennar virðist klæða ljóshærðar konur sérstaklega vel. Hún rakst á myndir af Magdalenu á Google og sá strax að þarna var fyrirsætan sem hún var að leita að komin og Magdalena sló til.

Related Posts