Ragnhildi Sverrisdóttur (55) finnst gaman að skjóta rjúpu:

Ragnhildi Sverrisdóttur finnst gott að hafa það huggulegt með rauðvínsglas við kertaljós með Hönnu Katrínu Friðriksson (51), eiginkonu sinni. Þær litu við í útgáfuhófi á nýrri bók um vín eftir Steingrím Sigurgeirsson (49) en voru á leið til rjúpna.

Rjúpnaskytta í útgáfuhófi  „Ég get ekki sagt að ég hafi nokkra minnstu þekkingu á víni því ég er neytandi en ekki fræðingur og læt árstíðirnar svolítið ráða hvað ég fæ mér í glas. Á sumrin drekk ég mest hvítvín en á veturna finnst mér notalegt að fá mér rauðvín við kertaljós,“ segir Ragnhildur.

VÍNÁHUGAMENN: Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur er áhugasamur um vín, líkt og Steingrímur Sigurgeirsson.

VÍNÁHUGAMENN:
Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur er áhugasamur um vín, líkt og Steingrímur Sigurgeirsson.

Víninnflytjendur á vegum Steingríms buðu upp á eðalvín í hófinu sem haldið var á Bergson RE en Ragnhildur lét þau eiga sig.

„Ég stoppaði stutt og lét ekki á það reyna því ég var á bíl. Ég smakkaði einn hvítvínssopa og það var ákaflega gott en ég veit ekki meir.“

Það hljóta að vera mikil mistök að mæta á svona vínkynningu á bíl?

„Ég veit það en var að fara að keyra í bítið á rjúpu,“ segir Ragnhildur en hún var komin vestur á Ísafjörð þegar Séð og Heyrt náði af henni tali.

Rauðvín með rjúpunni

„Hér er hvergi rjúpu að sjá því það er allt of gott veður en ég hef aldrei verið hérna í snjóleysi á þessum tíma árs. Ég þyrfti líklega að fara yfir til Grænlands til að finna fugl,“ segir hún.

SH-1544-12-73342

ÞYRSTUR Í FRÓÐLEIK: Stefán Pálsson, kennara Bjórskólans, þyrstir í fróðleik og fær aldrei nóg.

Ragnhildur hefur ekki hugmynd um hvaða rauðvín henni fyndist best að drekka með  rjúpunni. „Ég fletti alltaf upp í Steingrími því hann er mín biblía í þessu. Ég fer eftir öllum ábendingum hans og hann ráðleggur mér til dæmis með jólavínið. Við höfum verið saman í matarklúbbi frá því við unnum saman á Mogganum og hann velur vínin. Þetta er rosalega flott bók og framsetningin á henni er mjög skemmtileg en Steingrímur fer með lesandann umhverfis jörðina á 110 vínflöskum.“

Ragnheiður og Hanna Kristín hafa báðar gaman af að skjóta en tvíburadætur þeirra, sem eru á fimmtánda ári, eru enn of ungar til að ganga með mæðrum sínum til rjúpna.

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt!

 

Related Posts