Í mörg ár eru Zoolander-aðdáendur búnir að bíða ólmir eftir að framhaldsmynd líti einhvern tíma dagsins ljós. Ben Stiller leikstýrði myndinni, skrifaði handritið og lék titilhlutverkið, karlfyrirsætuna Derek Zoolander. Myndin kom út árið 2001 og naut mikilla vinsælda en nú er undirbúningur fyrir næstu mynd loks kominn í gang og er reiknað með útgáfudegi á næsta ári.

Reiknað er með að stór hluti leikara úr þeirri fyrri snúi aftur en spænska heilladísin Penelope Cruz er á meðal þeirra nýju leikara sem hafa bæst í hópinn. Ekki er vitað hvaða hlutverk hún leikur en ljóst er að hún fær þarna tækifæri til að spreyta sig í kómísku hlið sinni, eitthvað sem hún er ekki mjög vön að gera.

Related Posts