Madonna (58) er afmælisbarn:

 TÓNLISTAR IKON Í 40 ÁR

Það er kannski erfitt að trúa því, en Madonna er 58 ára í dag. Hún er jafnframt á fjórða áratug ferils síns og eftir að hafa nýlega lokið við 82 uppselda tónleika á tónleikaferðalagi sínu, er ljóst að Madonna er ekkert að setjast í helgan stein strax. Madonna hefur selt yfir 300 milljón plötur á ferli sínum. Meðal þekktustu laga hennar eru „Like a Virgin,“ „Papa Don´t Preach,“ og „4 Minutes.“

Hún ólst upp á ítölsk-bandarísku heimili og var afburðanemandi og klappstýra í menntaskóla.Hún flutti til New York til að ná frama í dansi eftir að hafa útskrifast úr University of Michigan School of Music, Theatre & Dance.

Hún fékk Golden Globe verðlaun sem besta leikkona 1997 fyrir hlutverk sitt sem Eva Peron í kvikmyndinni Evita.

Hún giftist Sean Penn 16. ágúst 1985 og Guy Ritchie 22. desember 2000. Hún á tvo syni, David og Rocco og tvær dætur, Mercy og Lourdes.

Hún hefur stuðað marga með framkomu sinni, en líklega aldrei eins marga og á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni 2003 þegar hún kyssti Britney Spears og Christina Aquilera.

Hér eru nokkrar staðreyndir sem þú vissir kannski ekki um Madonnu:

Hún var góð stelpa.
Hún er þekkt fyrir að vera uppreisnargjörn, stuða marga og hneyksla, en í skóla var Madonna afburðanemandi og klappstýra.

d2c6ebe2696d2a06e47ffee02f6d2139

Hóf ferilinn á trommum.
Hún byrjaði ferilinn á að spila á trommur í hljómsveitinni The Breakfast Club.

Fékk milljónir fyrir auglýsingu sem var aldrei sýnd.
Þegar Coke – Pepsi „stríðið“ stóð sem hæst fékk Madonna greiddar fimm milljón dollara fyrir leik í nokkrum Pepsi auglýsingum. Þær áttu að birtast í sjónvarpi seint á níunda áratugnum með lagi hennar „Like A Prayer“, en þar sem að mydbandið þótti umdeilt fékkst það ekki sýnt í sjónvarpi.

Hún „deitaði“ Tupac.
Það var fyrst í fyrra sem hún staðfesti að sögusagnir um að hún hefði „deitað“ Tupac Shakur væru sannar. Þau hittust fyrst 1993 í Los Angeles og voru saman í nærri tvö ár. Shakur var skotinn til bana 1996.

7683c144face3ef25148b87398759299

Hún ólst upp án móður sinnar.
Móðir hennar, sem hét líka Madonna lést úr brjóstakrabbameini þegar Madonna var bara fimm ára. Madonna lýsti síðar í viðtali veikindum móður sinnar og hvernig hún hefði mörgum mánuðum áður en móðir hennar lést tekið eftir breytingum í skapferli móður sinnar og hegðun.

Hún og Michael Jackson ætluðu að vinna saman.
Jackson byrjaði upphaflega á að vinna að „In The Closet“ með Madonnu, en upp úr samstarfinu slitnaði vegna listræns ágreinings (hugmyndir hennar þóttu of ögrandi). Stefanía Mónakó prinsessa tók við kvenröddinni.3d245b54a55ec5f67ba0d75602e65c01

Hún kom til New York með 35 dollara.
Hún veður í seðlum núna, en 1978 þegar hún flutti til New York átti hún varla aur. Hún náði endum saman með því að vinna sem þjónustustúlka á Dunkin’ Donuts og í danshópum. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég flaug, fyrsta sinn sem ég tók leigubíl. Ég kom hingað með 35 dollara í vasanum. Þetta er það hugrakkasta sem ég hef gert um ævina.“86c2c3c5e41c6035e9733c14ac3ee90a

Hún þjáist af Brontofóbíu.
Madonna þjáist af brontofóbíu sem þýðir að hún er hrædd við þrumur og eldingar með tilheyrandi hljóðum.

Hér er mix af nokkrum af þekktustu lögum Madonnu.

Séð og Heyrt hlustar á tónlist alla daga.

Related Posts