Mikið er búið að vera um nethryðjuverk seinustu vikur. En á meðan flestir hafa verið uppteknir við það að lesa sig til um og fást við árásirnar á Sony-samsteypuna hefur minna farið fyrir þeim fréttum þegar fáein lög úr nýjustu plötu Madonnu láku á netið – og skiljanlega er stórstjarnan ekki ánægð.

Það merkilega við þennan leka er að viðtökurnar við nýjustu lögum Madonnu hafa ekki verið sérlega jákvæðar og hefur neikvæða umtalið lítið hjálpað útreið hennar.

,,Þetta eru hryðjuverk!!“ sagði Madonna á Instagram-síðu sinni og fylgdu eftir fleiri ummæli áður en hún ákvað loksins að eyða út skilaboðunum. ,,Þetta er listræn nauðgun og ekkert annað!! Hvers vegna stela? Af hverju er fólk að reyna að eyðileggja listsköpunarferlið fyrir mér?!“

Beint í kjölfarið hrósaði hún þeim aðdáendum hástert sem höfðu ákveðið að ekki hala niður nýjustu lögin hennar.

Madonna er nú sjaldnast þekkt fyrir það að fara fínt í hlutina. Fyrr í mánuðinum lét hún mynda sig berbrjósta fyrir tímaritið Interview og hefur hún að auki lítið verið að fela það að skjóta örlítið á Lady Gaga í glænýju lagi sem heitir ‘Two Steps Behind Me’. Í textanum gengur Madonna m.a.s. svo langt að kalla hana eftirhermu.

madonna-topless-photo

Ófyrirsjáanleg er hún. Hún má eiga það.

Related Posts