Húð og heilsa:

Yfir hátíðarnar hafa flest okkar fallið í þá gryfju að borða yfir okkur af alls kyns óhollustu. Slíkt sukk hefur ekki aðeins áhrif á mittismál okkar heldur einnig á ásýnd húðar. Í upphafi nýs árs grípur fólk oft til þess ráðs að taka „detox“ eða hreinsun í nokkra daga til að koma aftur jafnvægi á mataræðið og meltinguna. Hví ekki að taka einnig góða hreinsun á húðina samhliða því. Hér eru leiðbeiningar um áhrifaríka helgarhreinsun sem mun koma húðinni í samt lag aftur.

Woman Cleaning Mirror

ALLT HREINT: Það er erfitt að slaka á ef allt er í drasli á heimilinu.

 

Föstudagur

Kvöld: Hreinsaðu til í kringum þig

Það er erfitt að slaka á ef allt er í drasli á heimilinu. Sjáðu til þess að öll heimilisverk séu úr vegi áður en hreinsunin hefst því þannig tryggirðu þér hugarró og þú getur einbeitt þér að hreinsuninni. Það er líka um að gera að taka líka til í snyrtivöruskápnum. Losaðu þig við allar vörur sem þú notar ekki reglulega, það má alltaf finna vini og ættingja sem geta fundið not fyrir þær. Allar vörur sem eru orðnar eldri en þriggja ára eiga að fara í ruslið. Á meðan á hreinsuninni stendur er mikilvægt að hafa húðumhirðuna einfalda; veldu einn hreinsi, dagkrem og næturkrem sem þú ætlar að nota um helgina og slepptu alveg andlitsvatni, serumi og þvílíku.

Beauty-benefits-of-green-tea

ALLRA MEINA BÓT: Te er mjög mikilvægur þáttur í flestum hreinsunum því það getur haft góð áhrif á öll kerfi líkamans.

Laugardagur

Morgun: Yljaðu þér á tebolla

Te er mjög mikilvægur þáttur í flestum hreinsunum því það getur haft góð áhrif á öll kerfi líkamans. Teblöndur sem innihalda jurtir og blóm, til dæmis engifer, fífla, brenninetlur eða burdock-rót, geta dregið úr bólgum og stíflum í húðinni. Ef þú þarft nauðsynlega á koffíni að halda skiptu þá kaffinu út fyrir grænt te því það inniheldur einnig andoxunarefni sem hjálpa húðinni að losa sig við sindurefni.

Eftirmiðdagur: Nudd er allra meina bót

Á meðan á hreinsuninni stendur treystum við á sogæðakerfið og það má örva með hjálp nudds. Með því að þrýsta með löngutöng á ýmsa punkta á andlitinu má losa um stíflur og draga úr bólgum. Einnig má nota sömu tækni á allan líkamann og nudda húðina í átt að eitlum sogaæðakerfisins sem finnast meðal annars í hálsi, handakrikum, nára og aftan við hné.

Kvöld: Almennilegt andlitsbað

Lavender-Oil

GÓÐ: Lavender er sótthreinsandi.

Hægt er að fara í andlitsbað heima fyrir án mikillar fyrirhafnar. Húðin þarf til að byrja með að vera tandurhrein, jafnvel þótt þú sért ekki með farða þá þarf að þrífa húðfituna sem safnast upp. Fylltu svo skál af heitu vatni og bættu nokkrum dropum af ilmolíu við, til dæmis lavender eða sítrus. Bleyttu þvottapoka í vatninu og gættu þess að vinda hann vel. Leggstu út af í tíu mínútur með þvottapokann á andlitinu. Hitinn og gufan frá þvottapokanum opna húðholurnar og undirbúa húðina. Því næst er komið að hreinsimaska en gott er að nota maska sem inniheldur leir því hann dregur öll óhreinindi úr húðinni. Leyfðu maskanum að vera á húðinni í um fimmtán mínútur, fáðu þér tesopa og flettu blaði eða bók á meðan. Eftir að þú hefur þvegið maskann af er mjög mikilvægt að bera gott rakakrem á húðina svo hún þorni ekki um of.

Sunnudagur

Morgun: Skrúbbaðu þig hátt og lágt

jnUi4c662d4a8ef84

JÓGA: Gott er að svitna

Fátt kemur manni jafn vel í gang og hressandi sturta. Það er líka gott að nota tækifærið og skrúbba líkamann vel, ýmist er hægt að nota þar til gerð kornakrem eða skrúbbhanska. Verkun skrúbbsins er tvíþætt, það bæði fjarlægir dauðar húðfrumur og eykur blóðflæði til húðar þannig að ásýnd hennar batnar til muna.

Eftirmiðdagur: Svitnaðu dálítið

Létt líkamsrækt, svo sem rösk ganga eða jóga, getur hjálpað líkamanum að losa sig við eiturefni. Til að hámarka áhrif hreyfingarinnar er gott að hafa í huga að stunda djúpöndun á meðan á henni stendur, anda djúpt inn í gegnum nefið og rólega út um munninn. Djúpöndun örvar sogæðakerfið og eykur súrefnisflæði til allra frumna líkamans.

Kvöld: Lokadekur

Cucumber-Oatmeal-Honey-Face-Mask_Miriah-Reynolds-Living-Bozeman-780x519

GÚRKA OG HUNANG: Náttúrulegur maski

Í lok hreinsunarinnar er mikilvægt að róa og næra húðina eftir allt sem áður hefur gengið á. Berðu þunnt lag af hunangi á húðina, settu gúrkusneiðar á augnsvæðið og leggðu svo rakan, volgan þvottapoka á andlitið. Reyndu að slaka á á meðan, tæma hugann og stunda dálitla hugleiðslu. Hunangið er bólgueyðandi frá náttúrunnar hendi og róar því allan roða eða pirring í húðinni. Gúrkan er vatnslosandi og minnkar því þrota eða bjúg fyrir neðan augun. Að lokum er gott að fara snemma að sofa og þú munt vakna fersk og falleg á mánudagsmorguninn.

Related Posts