Jake Gyllenhaal er orðinn þrælvanur því að breyta útliti sínu fyrir hlutverk. Fyrir stuttu síðan tapaði hann 13 kílóum fyrir dramatíska tryllirinn Nightcrawler en að þessu sinni hefur kappinn bætt á sig hellingsmassa fyrir Southpaw, frá leikstjóra Training Day. Þar leikur hann vinstri handar hnefaleikamann sem vinnur titla en lendir í áfalli og þarf eftir það að púsla lífi sínu saman á ný og ávinna sér virðingu dóttur sinnar.

Gyllenhaal bætti á sig 7 kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið, en til gamans má geta þá átti rapparinn Eminem upphaflega að leika hnefaleikamanninn áður en hann dró sig út.

 

Related Posts