Nimit Thaiprasert (34) er bjartsýnn:
Ferskt „Við vorum að opna, höfum ekki enn haft tíma til að hanna logo, það hefur verið svo mikið að gera,“ segir Nimit en hann og konan hans, Penpidchaya, opnuðu nýlega nýtt kaffihús á Garðatorgi í Garðabæ.
Á kaffihúsinu sem nefnist NP kaffi er boðið upp á boost, sushi og margt fleira girnilegt sem svangir Garðbæingar og nærsveitungar geta gætt sér á en hingað til hafa Garðbæingar þurft að fara í Ikea vilji þeir fara á veitingastað.
„Bróðir minn rekur Noodle station og ég var að vinna þar. Okkur leist vel á húsnæðið og hlökkum til að taka á móti gestum,“ segir Nimit sem er bjartsýnn á að Garðbæingar taki kaffihúsinu vel.