Sjónvarpsstjarnan Jón Ársæll Þórðarson (65) endurmetur lífið og tilveruna:

Jón Ársæll nýtur þess að vera sjálfstæður eftir að hafa gert 550 sjónvarpsþætti um sjálfstætt fólk á Stöð 2. Hann saknar fólksins sem hann vann með og viðmælenda sinna og án efa sakna margir þess að sjá hann ekki lengur á skjánum.

Sjónvarpstjarna á tímamótum „Ég segi allt það besta og mér líður vel,“ segir Jón Ársæll með sinni kunnu röddu þegar Séð og Heyrt grennslast fyrir um hvað sé að frétta af sjónvarpsmanninum vinsæla.

„Samningur minn við Stöð 2 rann út um áramótin og það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að endurnýja ekki þann samning og að ég færi í pásu,“ segir hann. „Þetta er langþráð frí eftir að hafa haldið

Jón Ársæll, Sjálfstæðir íslendingar, viðtal, framtíðin, hann heima, Séð & Heyrt, SH1511053541

Á BAK VIÐ ÞESSAR DYR: Þær eru margar dyrnar sem Jón Ársæll hefur opnað í lífinu og forvitnilegt verður að sjá hvað verður næst á dagskránni hjá honum.

úti sama þættinum í 14 ár fyrir utan allt annað sem ég hef verið að fást við í fjölmiðlum síðastliðin 35 ár. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er erfitt að segja fyrir mann eins og mig. Ég hef verið að skoða ýmsar hugmyndir sem hafa hlaðist upp hjá mér í gegnum árin og enn þarf nauðsynlega að vinna úr. Það er þó enginn nýr sjónvarpsþáttur með mér á dagskrá á sunnudagskvöldum en svo er náttúrlega margt annað í lífinu en imbakassinn eða sjó-vappið, eins og krakkarnir segja.

Ég stend á tímamótum, orðinn 65 ára gamall, og þá er gott að horfa fram á við, og líka til baka. Fyrst og fremst nýt ég hvers einasta dags og hlakka til að vakna á morgnana en sé svo aðeins eftir því þegar ég legg frá mér bókina á kvöldin að dagurinn er liðinn. Maður hefði jú getað vakað lengur og við hefðum getað verið betri hvert við annað.“

 

Alltaf að læra

Samferðarmenn Jóns Ársæls í sjónvarpinu hafa verið margir. „Ég sakna alls þess góða fólks sem ég hef starfað með og auðvitað alls þess fólks sem ég ræddi við í þáttunum Sjálfstætt fólk,“ segir sjónvarpsmaðurinn og sálfræðingurinn en enginn þáttur á Stöð 2 hefur verið jafnverðlaunaður og Sjálfstætt fólk.

„Þetta voru hundruð þátta og sumir þeirra orðnir hluti af sögunni og sjálfri Spaugstofunni, ég segi góðan dag og takk fyrir mig.“

Þannig að þú ert loksins orðinn sjálfstæður?

„Ég hef alla vega það sjálfstæði að þegar ég vakna á morgnana get ég spurt sjálfan mig: Hvað væri skemmtilegast að gera í dag?“

Jón Ársæll, Sjálfstæðir íslendingar, viðtal, framtíðin, hann heima, Séð & Heyrt, SH1511053541

ÖNNUR LEIÐ: Jón Ársæll er ekki á leiðinni á skólabekk, í ferðaþjónustu eða heimsreisu.

Jón Ársæll hefur ekki í huga að setjast aftur á skólabekk, líkt og margir gera sem enn eru fullir starfsorku á hans aldri.

„Ég fór í gegnum allt skólakerfið frá upphafi til enda bæði hér heima og við erlenda háskóla. Í mörg ár vaknaði ég við þá martröð að ég væri með allt ólesið og með buxurnar niður um mig á leiðinni í próf. Það var því miður eins konar arfur skólakerfisins. En svo má heldur ekki gleyma góðum dögum og skemmtilegum skólafélögum og kennurum sem gefa lífinu lit en sumir þeirra eru farnir yfir móðuna miklu. Mér finnst þó að þessum akademíska kafla í lífi mínu sé lokið. Svo erum við líka alltaf að læra. ,,Að lifa er að læra“ eða er það öfugt, ég man þetta aldrei?“

Smíðar í sveitinni

Jón Ársæll og Steinunn Þórarinsdóttir, myndhöggvari og eiginkona hans, eiga sér griðastað fyrir austan fjall og þangað sækja þau eftir föngum. „Við eigum litla jörð undir Eyjafjöllum og erum þar eins mikið og við getum. Þar hefur smiðurinn í mér fengið útrás og við erum búin að gera upp tvö gömul hús sem voru flutt á staðinn. Þetta eru stórmerkileg hús sem var bjargað á síðustu stundu og eru komin í gagnið og veita okkur ómælda gleði.“

SH-1544-11-73272

SKOÐAR GAMLAR HUGMYNDIR: Jón Ársæll gefur sér núna tíma til að skoða gamlar hugmyndir sem hlaðist hafa upp í gegnum árin.

Þrátt fyrir húsakostinn hefur Jón Ársæll ekki hug á að fara út í ferðaþjónustu.

„Sá kafli í lífinu er líka að baki. Ég var fararstjóri um árabil með námi suður á  Spáni. Það var gríðarlega skemmtilegur tími, bæði á Kanaríeyjum og Majorca. Við verðum að fara varlega í ferðaþjónustunni hér heima. Allir, finnst mér, eiga að vera velkomnir en við verðum að gera þetta vel eins og okkur ber skylda til. Við getum ekki tekið á móti ferðafólki með hangandi hendi, heldur eigum að gera það með bros á vör og gera hlutina vel. Hér er verk að vinna og það verður að gera af myndarskap.“

Sonurinn kallar sig Pusswhip

Þórður Ingi, yngri sonur þeirra hjóna, er tónlistarmaður og rappar eins og enginn sé morgunndagurinn og hefur vakið athygli með tónlist sinni á Iceland Airwaves.

„Hann kallar sig Lord Pusswhip og býr í Berlín og er að koma með sína fyrstu plötu sem heitir ,,Lord Pusswhip is wack“ þannig að það er ýmislegt í farvatninu hjá fjölskyldunni. Það er komin til sögunnar ný kynslóð og menn taka við kyndlinum hver af öðrum. Þórarinn Ingi, eldri bróðir Þórðar, er myndlistarmaður og setti heiminn á annan endann á sínum tíma með verki sínu í aðal listasafninu í Toronto.“

Þrátt fyrir fríið frá Stöð 2 ætlar Jón Ársæll ekki að nota tækifærið og leggjast í ferðalög.

„Ég ferðast bara þegar ég þarf að ferðast frá einum stað til annars,“ segir hann. „Við notuðum auðvitað tækifærið í sumar þegar Sir Paul kom fram í Stokkhólmi á ógleymanlegum tónleikum sem lengi hafði verið beðið eftir. Steinunn, konan mín, sér aðallega um ferðalögin því hún fer víða og var að koma frá Dallas í gærmorgun þar sem verið var að setja upp risastóra varanlega innsetningu eftir hana í listahverfinu beint á móti óperunni í þeirri flottu borg.“

Framtíð Jóns Ársæls er ekki jafnfyrirsjáanleg. „Það er óljóst hvað verður en það er gaman að vera til,“ segir hann.

LÆTUR HUGANN REIKA: Jóni Ársæli líður vel úti á Gróttu þar sem hann getur látið hugann reika.

LÆTUR HUGANN REIKA: Jóni Ársæli líður vel úti á Gróttu þar sem hann getur látið hugann reika.

Séð og Heyrt gerir lífið skemmtilegra!

Related Posts