Útsending á nýrri útvarpsstöð hefst í dag kl. 14:00. Hún ber heitið Talrásin og er hana að finna á FM 97.2 og heimasíðu stöðvarinnar.

Um er að ræða fyrstu útvarpsstöð Íslands sem einblínir nær eingöngu sérhæfir sig í að senda út jákvætt og forvarnatengt efni. Það eru forvarnasamtökin Lífsýn sem opna Talrásina en þau hafa unnið markvisst með börnum og unglingum sem standa illa félagslega og hafa m.a. orðið fyrir einelti.

Auk þess að hlusta á raddir þjóðfélagsins hjá þeim sem illa standa og vita ekki í hvern fótinn á að stíga verða alls konar þættir í boði á Talrásinni ásamt kynningum á þeim úrræðum og sjálfshjálparleiðum sem í boði verða fyrir fólkið í landinu.

 

Related Posts