SH-img_9527

SPENNANDI: Bubbi og Dimma ná einstaklega vel saman og verður gaman að sjá hvert framhaldið verður.

Ingó Geirdal, gítarleikari Dimmu, sýnir ógleymanlega takta:   

Ingó Geirdal, gítarleikari Dimmu, sló í gegn á tónleikum Dimmu og Bubba í Eldborgarsal Hörpu. Stjörnuljósmyndarinn Björn Blöndal var á staðnum og náði að mynda nokkur ógleymanleg móment.

Sviti og rokk „Þetta var gríðarlega skemmtilegt og lukkaðist vonum framar. Við lögðum mikla vinnu í þetta og uppskárum laun erfiðisins,“ segir Ingó Geirdal, gítarleikari Dimmu og galdramaður.

Ingó segir að Dimmufélagar hafi ákveðið snemma að gera músíkina á sinn hátt og dimma Bubba aðeins upp. „Viðbrögðin voru miklu betri en við þorðum að vona og það varð gríðarleg stemning á báðum tónleikunum, þetta er eitthvað sem gæti vanist.“

Ingó kemur ekki fyrir eins og einn af meðlimum þungarokkshljómsveitarinnar því hann er ljúfur eins og lamb. „Músíkin hefur þannig áhrif að þegar ég kem upp á svið þá kemur fram hluti af manni sem maður sýnir ekki oft dagsdaglega. Ef ég væri maðurinn sem er uppi á sviði þá væri ég á bak við rimla,“ segir Ingó og hlær.

Ingó og hljómsveitarmeðlimir hans eru miklir aðdáendur rokkbandanna sem Bubbi var í. „Þessar hljómsveitir höfðu mikil áhrif á okkur og músíkin hans Bubba er okkur afar kær. Upphaflega áttu þetta bara að vera einir tónleikar og fannst okkur meira að segja frekar djarft að bóka Eldborg. Það seldist hins vegar fljótt upp og þurfum við því að bæta við tónleikum. Núna erum við að fara að leggja í hann norður á Akureyri þar sem við ætlum að halda þrenna tónleika á Græna hattinum. Það er uppselt á þá alla og það verður gaman að spila á svona þröngum stað þar sem myndast sveitt rokkstemning.“

Það verður nóg að gera í sumar hjá félögunum í Dimmu og eru þeir margbókaðir, bæði einir og síðan með Bubba. „Það er gaman að sjá hversu mikið er verið að bóka okkur. Við höldum áfram að spila með Bubba og líka einir og sér. Það er aldrei að vita nema það verði stofnuð ný hljómsveit með kónginum,“ segir Ingó og glottir.

 

Ingó Geirdal

KEMUR Á ÓVART: Ingó kemur skemmtilega á óvart. Hann er rokkari af guðs náð á sviði en ljúfur eins og lamb í eigin persónu.

Ingó Geirdal

ROKK: Ingó fór á kostum í Eldborgarsal Hörpu.

Ingó Geirdal

GEGGJUN: Öllu var tjaldað til á tónleikunum.

Ingó Geirdal

NÓG AÐ GERA: Það er nóg að gera þessa dagana hjá Dimmu og eru þeir meðal annars bókaðir á Hammondhátíð Djúpavogs.

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts